Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 62
60
Höfðahverfis. 1 slæmt tilfelli af rachitis kom fyrir á árinu. Var það
1 árs barn, framfaralítið frá fæðingu og oft eitthvað lasið. Hafði þó
alltaf öðru hverju þorskalýsi. Annars hefur lítið borið á beinkröm hér,
nema þá á mjög lágu stigi, enda fá nú öll börn hér mjög snemma lýsi.
Vopnafj. Rachitis 2 tilfelli.
Seyðisfj. Ég hygg, að ýmiss konar lcvillar og vanlíðan stafi af skorti
á vítamínum, og finnast mér vítamíngjafir duga betur en ýmisleg
roborantia og taugablöndur. Lýsi hressir alla, seni það reyna. Lýsisát
er ekki nógu almennt, en flest eða öll börn neyta þó lýsis, a. m. k. að
vetrinum, og mörg allt árið. Vegavinnumaður kom á sjúkrahúsið með
miklar tannblæðingar og alla tannaræfla lausa. Við atoscorbíninndæl-
ingar hurfu þegar munnblæðingarnar, tannabrotin voru hreinsuð burt,
og sjúklingurinn varð, að því er virtist, alhraustur.
Norðfj. Eftir því sem ég fæst lengur við lækningar, festist betur
og betur sú sannfau’ing' í mér, að ýmsar algengustu vanlíðanir og um-
kvartanir fólks eigi hér rót sína. Eðlilegt er, að mönnum verði fóta-
skortur í leit að ástæðum fyrir ýmsum kvörtunum þessum. Mun eink-
um vandratað í einkennum af skorti B-flokksins, svo samsettur sem
hann er. Þá er D-skorturinn. Alltaf finnast mörg börn með minni
háttar beinkramareinkenni, þrátt fyrir almenna lýsisgjöf, og það á
börnum, sem virðast fá nægilegt og gott lýsi. Ætli síðasta orðið sé
sagt með tilliti til beinkramar, þó að D-ið sé fundið.
Síðu. Systkini eins og þriggja ára höfðu lengi verið þróttlítil og
haft blæðingar úr tannholdi. Batnaði á nokkrum dögum við ascorbin-
sýru og mataræðisbreytingu.
Vestmannaeyja. Að jafnaði eru hér nokkur væg heinkramartilfelli
árlega, en þeim hefur farið fækkandi síðustu ár. Minna en áður bar
á B-vítamínskorti, einkum á vertíð, og' mun það að þakka meiri garða-
mat og meiri notkun nýmetis og sjávarfangs en áður til matar, hrogna,
lifrar og þorskhausa framan af vertíð. Fjörefnaskorturinn er van-
þekkingu fólks að kenna, að því er snertir notkun hollrar fæðu, sem
það hefur tíðum við höndina, en hefur ekki lyst eða löngun til að
borða.
9. Caries dentium.
Flateyrar. Mjög' útbreiddur kvilli, einkum í þorpunum. í Súganda-
firði finnst varla unglingur innan 20 ára með allar tennur heilar,
en í sveitinni kemur það fyrir.
Hóls. Tennur dregnar ca. 50 sinnum, stundum teknar allar tennur
úr munni. Undantekningarlitið er þetta gert í leiðslu- og staðdeyfingu.
Vestmannaeyja. Allur þorri barna hirðir ekki tennur sínar, og þarf
að kenna þeim það. Tannhreinsun því framkvæmd og börnum kennt
að hirða tennur sínar. Gert er við skemmdar tennur þeirra, og annast
tannlæknir allt þar að lútandi.
10. Diabetes.
ísafj. 1 sjúklingur gamall, sem búinn er að hafa sjúkdóminn í mörg'
ár og virðist heldur betri nú síðari árin, þolir meiri kolvetni og þarfn-
ast minna insúlíns.