Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 79
77
97 af 3148 börnura telja ljósmæður fædd andvana, þ. e. 3,1% — í
Reykjavík 45 af 1355 (3,2%) — en hálfdauð við fæðingu 54 (1,7%).
Ófullburða telja þær 100 af 3146 (3,2%). 9 börn voru vansköpuð, þ.
e. 2,9%.
Af barnsförura og' úr barnsfararsótt hafa dáið undanfarinn áratug:
1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
Af barnsförum 7 3 6 3 3 410 8 7 8
Cr barnsfarars. 3133213331
Samtals....... 10 4 9 6 5 5 13 11 10 9
í skýrslum lækna um fæðingaraðgerðir (tafla XIV) eru taldir þessir
fæðingarerfiðleikar helztir: Fyrirsæt fylgja 14, alvarlega föst fylgja
(sótt með hendi) 16, fylgjulos 18, meira háttar blæðingar 26, fæðing-
arkrampar 13, grindarþrengsli 5, þverlega 5, framfallinn lækur 2,
vatnshaus 2 og hydramnion 7.
Á árinu fóru fram 49 fóstureyðingar samkvæmt lögum, og er gerð
grein fyrir þeim í töflu XII. Hér fer á eftir
Yfirlit
um þær fóstureyðingar (18 af 49, eða 36,7%), sem voru framkvæmdar
meðfram af félagslegum ástæðum.
Landsspítalinn.
1. 40 ára g. vélsmið í Reykjavík. Komin 8—9 vikur á leið. 5 fæð-
ingar á 20 árum. 2 börn (8 og 2 ára) í umsjá konunnar. íbúð:
1 herbergi, slæmur aðbúnaður. Fjárhagsástæður sæmilegar.
Sjúkdómur: Cholecystopathia.
Félagslegar ástæður: Slæm húsakynni og að öðru leyti
bág'ar heimilisástæður.
2. 21 árs óg. saumastúlka í Reykjavik. Komin 9 vikur á leið. 1 fæð-
ing áður. 1 barn (IV2 árs) í umsjá konunnar. íbúð: 1 herbergi.
Fjárhagsástæður mjög lélegar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Fátækt og einstæðingsskapur (unn-
usti erlendis í norska hernum).
3. 27 ára g'. sjómanni í Grindavík. Komin 8—9 vikur á leið. 1 fæð-
ing áður. 1 barn (4 ára) í umsjá konunnar. íbúð: 2 herbei’gi
sæmileg. Fjárhagsástæður sæmilegar.
Sjúkdómur: Depressio mentis (exogenes?).
Félagslegar ástæður: Er að sligast undir umsjá barns
síns, sem er lamaður örviti.
4. 24 ára g. erlendum sendiherra í Reykjavík. 1 fæðing og 1 fóstur-
eyðing áður. 1 barn (2V2 árs) í umsjá konunnar. Góð húsakynni
og góðar fjárhagsástæður.
Sjúkdómur: Enginn.1)
1) Hér er ekki fullnægt skilvrðuin laga, og var látið sæta áminningu.