Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Side 87

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Side 87
85 fótarfæðingar, en tvisvar vegna sitjandafæðingar. 1 kona áleit, að hún hefði haft 4 vikur fram yfir. Fæðing gekk vel, en barnið var blátt og líflítið, hörundslitur breyttist aldrei, og barnið hætti að anda eftir 11 klukkustundir. Ekkert fósturlát. Sjaldan eða aldrei farið fram á fóstureyðingar. Norðfi. Allar vitjanir til fæðinga vegna deyfinga, utan einu sinni: Blæðingar, hríðaleysi. Há töng, eins fljótt og nokkur tök virtust á. Náðist andvana meybarn, sem farið var að morkna. Konan dó upp úr aðgerðinni. Auk fósturláts, sem ljósmóðir getur í skýrslu sinni, liafði ég annað til meðferðar. Fáskrúðsfi. Fylgja 4 sinnum sótt með hendi. 1 sitjandafæðing, 1 fótafæðing, 1 tilfelli af eclampsismus, önnur tilefni adynamia, dys- dynamia og' ljósmóðurleysi. Ekki kunnugt um fósturlát. Berufi. I-para* á Djúpavogi fékk eclampsia í byrjun fæðingar. Hríðir byrjuðu aðfaranótt 12. ágúst og voru veikar. Um morguninn fékk hún 2 allslæm lcöst. Blóðþrýstingur var 160/100, eggjahvíta í þvagi og oliguria. Ytri grindarmál virtust mér mjög í minna lagi. Baude- loque virtist eðlilegur. Með Stroganoffmeðferð tókst að lialda krömp- unum niðri allan daginn, en um kvöldið fékk hún eitt kast. Næsta dag sprengdi ég belgi til að að herða á sóttinni, en ekki gekk að held- ur. Ætlaði ég þá að taka barnið með töng', því að útvíkkun virtist orðin góð, en töngin var of há til þess, að slíkt tækist. Seinna þenna dag urðu hríðir nokkru betri, og hélt ég nú, að allt færi að ganga vel. En um kvöldið fær sjúklingurinn 2 mjög svæsin krampaköst, og var þó hið seinna hálfu verra. Eftir fyrra kastið svæfði ég sjúkling- inn og' reyndi enn að koma á töng', en tókst það ekki. Var og höfuð til- tölulega litið gengið niður, en sveppur mikill á höfði, og styrkti það þá trú mína, að um grindarþrengsli væri að ræða. Eftir þetta fékk hún verra kastið, og stóð það lengi yfir. Hugði ég, að hún mundi ekki lifa það af. Fékk hún oedema puhnonum, púls 120 og 38,5° hita. Blóð- þrýstingur 200. Gerði ég ráð fyrir, að sjúklingurinn mundi vart þola frekari tilraunir, var og hræddur við smitun. Réð ég því af að senda sjúklinginn á sjúkrahús, ef möglegt væri. Þetta tókst. Var pöntuð flugvél, sein þá hélt til fyrir Norðurlandi. Brugðu flugmenn við fljótt og' vel og' voru komnir á vettvang kl. 3 um nóttina. Gekk nú ekki sem bezt að koma sjúklingnum út úr íbúðinni, og varð Ioks að taka það til bragðs að taka úr annan stafngluggann. Var nú búið um sjúklinginn í dívanskúffu, og mátti ekki tæpara standa, að hún kæm- ist fyrir í flugvélinni, og þá aðeins með því að taka burt annað flug- mannssætið. Ferðin gekk vel til Akureyrar, og var sjúldingurinn fluttur á sjúkrahúsið þar. Var barnið tekið með töng. Bæði móður og barni heilsaðist vel. Fósturlát er mér ekki kunnugt um á árinu. Hornafi. 1 sinni náð fylgju eftir 10 klst. með Credé í klóróformsvæf- ingu. í hinum tilfellunum ekkert sérstakt tilefni. Allar konur létt deyfðar. Síðu. 1 ófullburða barn fæddist eftir rúmlega 7 mánaða meðgöngu- tíma. Min var vitjað vegna blæðingar. Leiðin var örstutt, en þeg'ar ég kom, var barnið fætt, mjög veikburða, og lifði aðeins í 5% klst.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.