Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 88
86
Konan á 2 hraust börn. Var skorin fyrir 4 árum vegna „æxlis í móður-
lífi“. Hefur síðan látið fóstri 1 sinni, eftir tveggja mánaða meðgöngu-
tíma.
Mýrdals. Vitjað til 29 ára fjölbyrju hér í Vík. Vatnið fór strax. Sótt
fyrst nokkur, en féll brátt niður að mestu. Var nú fyrst beðið, gefið
kínín, konan látin hreyfa sig etc., en sóttin elnaði ekki að heldur. Þá
innri könnun: Collum mikið til útvíkkað, orificium fyrir 2 fingur,
ekki rigid. Höfuð hátt í grindinni, Iitið og laust, ekkert fram fallið.
Nú enn beðið og fylgzt með, en síðan gefið pitúitrín, sem verkaði lítið
og stutt. Einu sinni morfíninnspýting til að hvíla konuna. Fóstur-
hljóð alltaf heldur dauf, en regluleg. Þetta gekk hátt á þriðja sólar-
liring. Þótti þá ekki fært lengur að láta við það sitja. Konan var svæfð
og gerð Braxton-Hicks vending, en orificium víkkaði strax um leið.
Vending mjög auðveld, því að fóstrið var svo lítið, og gekk í „en
Haandevending". Barnið var blátt, en lifnaði strax og virtist í fullu
fjöri. En eftir ca. 6 klst. frá fæðingu dró slcyndilega af því, og þrátt
fyrir böð og stimulantia dó það eftir nokkrar mínútur, ekki veit ég
af hverju. — Þó að ekki væri ég við hina fæðinguna, má geta þess, að
ég var sóttur, ca. 1% klst. eftir að konan (frumbyrja) hafði fætt barn
með fullu lífi, sem var í andarslitrunum, þegar ég kom, og dó, ekki
veit ég heldur úr hverju.
Rangár. Var viðstaddur 13 fæðingar. Deyfingar óskað í flestum til-
fellum. 1 tangarfæðing, grindarþrengsli og' allstórt fóstur. Engin kona
fékk barnsfararsótt.
Egrarbakka. Um fósturlátin 3 er ekkert sérstakt að segja. Engin
íostureyðing var gerð opinberlega — að minnsta kosti ekki fyrir
meðmæli frá mér eða samkvæmt mínum tillögum. Hins vegar hygg
ég, að þess konar aðgerðir muni hafa átt sér stað „á bak við tjöldin“.
Flve mikil brögð hafa að þessu verið, treysti ég mér ekki til að gizka á.
Það er af hendingu einni, að ég' kemst stundum á snoðir um, að
verkið hafi verið unnið. Ber það einna helzt við, ef konan svkist á
eftir. Það kom fyrir í sumar, að mín var vitjað til stúlku, er hafði
endo-para-metritis. Aðspurð gekkst hún við því, að hún væri ný-
lega komin „að sunnan“, og' að þar hefði lnin ver „skafin út“. Þessi
stúlka lá svo um mánaðartíma og var frá verki fram á liaust.1)
Grímsnes. Tilefni vitjana til sængurkvenna oftast daufar hríðar.
í eitt skipti hríðaleysi, sem lagaðist við pitúitrín. Kona með placenta
praevia marginalis var send á Landsspítalann. 1 barn fæddist van-
skapað á höndum og fótum. Nokkur fósturlát komu fyrir. Þurftu
engra aðgerða við.
Keflavikur. Fæðingar gengu oftast nær vel. Abortus provocatus
kom ekki fyrir, svo að vitað væri, en fósturlát «?ru tíðari en skýrslur
ljósmæðra segja.
1) Héraðslæknir þcssi elur cnn á sama máli (sbr. síðustu Heilbrigðisskýrslur,
bls. 85). Ummæli hans fyrr og nú voru send sakadómaranum i Reykjavik til at-
iiugunar i sambandi við fóstureyðingarmál, er hann hafði til meðferðar á þessu
ári (1947). Ekki er kunnugt, hvað gert hefur verið úr eða til hvers leitt hefur.