Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 97
95
motio cerebri. Datt ofan á hann 28 kg fiskkassi, þar sem hann var að
vinna í lest. Kona 67 ára: Combustio II. & III. regionis thoracalis,
lumbalis, natium & femorum. Eldur úr olíuvél lenti í fötum hennar. Dó
síðar. Auk þessa er fjöldinn allur af smáslysum (contusiones, distor-
siones, smábrunar) og svo einkum sár, sem komið var með á lækn-
ingastofur. Enn fremur önglar i fingrum og öngulstungur, sem mega
heita daglegir viðburðir á línuvertíð.
Rangár. Alltaf töluvert um meiðsli og slysfarir, bæði bilslys og
byltur af hestbaki, og svo bætast drjúgum við þennan lið nvi í seinni
tíð alls konar meiðsli og glóðaraugu á samkomum, sem ber skemmt-
analífinu glöggt vitni. Fract. femoris 2, costae 4, ciavicuiae 3, radii 3.
Lux. humeri 5 (öll eftir byltur af hestbaki), cubiti 1.
Eyrarbakka. Fract. femoris 1, costarum 1, fibulae 1, radii 1, anti-
brachii 1, conquassata digitorum 3. Lux. articuli acromio-elavicularis
1, humeri 1. Distorsiones variae 8, vulnera incisiva 27, caesa 2, puncta
2, contusa 7, scissa corneae 2, contusiones variae 24, ictus electrici-
tatis 1, commotio cerebri 1, corpora aliena oculi 13, pollicis 1, nasi 1,
subunguale 1, coinbustiones variae 8, intoxicatio (causa incognita) 1.
Um einstök slys skal aðeins þetta tekið fram: Tildrög liðhlaupsins
voru þau, að 56 ára bóndi var að plægja með hestum. Þeir fældust.
Maðurinn datt, og drógu hestarnir hann ca. 50 metra, þar til hægri
öxl hans rakst á jarðfasta steinnibbu. Eitt brunaslysið varð með þeim
hætti, að 56 ára bóndakona ætlaði sér að kveikja upp í eldavél, sem
hún hélt, að væri að fullu dautt í. Hún kraup frainan við vélina og
skvetti olíu í eldholið. Eldblossinn gaus þá þegar á hana og kveikti
í klæðum hennar. Konan var einsömul inni við, en fóllc var við hey-
vinnu á túninu, rétt við húsið. í dauðans ofboði þaut konan út með
fötin fuðrandi utan á sér. Brátt tókst að slökkva í þeim með því að
vefja segli utan um konuna. Ég kom brátt á vettvang. Konan var
brennd frá hársrótum og niður undir hné að framan, en að aftan frá
hársrótum og niður á sitjanda. Báðir handleggir voru brenndir allt í
kring og fram á fingur. Hálsinn og brjóstið niður fyrir „mammae“, og
raunar niður um nafla, var ,,mumificerað“ — skorpið — (combustio
III.), en annars var um II. stigs brunasár að ræða. Könan var róleg og
furðu lítið lostin (,,shockeruð“). Skyndibinding var gerð og örvandi
lyfjum (stimulantia: Sympathol) dælt undir húð. Konan var svo
send tafarlaust með sjúkrabíl á Landsspítalann, og þar dó hún eftir
ca. 5 klst. 20 ára bílstjóri hjá K. Á.: Ölfusárbrúin brotnaði niður að-
faranótt hins 6. sept. Voru þá 2 vörubílar á henni, og hröpuðu báðir í
ána með sinn manninn hvor. Annar bíllinn, sá, er síðar fór, kom
„standandi“ niður á grynningar, og sakaði þann bílstjóra ekki. Hinn
bíllinn fór á kolsvarta kaf í aðalálinn. Bílstjórinn skarst nokkuð á
höfði, um leið og hann brauzt út úr honum. Maðurinn náði fyrst i
mjólkurbrúsa, tóman, og hélt sér uppi á honum nokkra stund. Sá
hann þá, hvar varahjólbarði flaut fram hjá, sleppti hann þá brús-
anum og svamlaði að honum og lét hann bera sig uppi, um leið og
hann buslaði með fótunum. Straumurinn bar hann að landi alllangt
neðan við brúna, og komst hann hjálparlaust til bæjar, sem stendur
örskotslengd frá árbakkanum. Maðurinn var hinn hressasti, er ég kom