Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 111
109
ræði að geta lagt þarna inn sjúklinga, einkum sjómenn, því að að-
búnaður í bröggunum er nógu slæmur, þó að um heilbrigða sé að
ræða.
B. Sjúkrahjúkrun. Sjúkrasamlögr. Heilsuvernd.
Hjúkrunarfélög. ,
1. Hjúkrunarfélagið Likn í Reykjavík gerir svofellda grein fyrir
störfum sínum á árinu:
Árið 1944 hafði hjúkrunarfélagið Líkn 7 fastráðnar hjúkrunar-
konur í þjónustu sinni. Störf þeirra skiptust þannig, að 2 störfuðu
við berklavarnarstöðina, 3 við ungbarnaverndina og 2 við heimilis-
vitjanir til sjúklinga. Enn fremur aðstoðaði önnur hjúkrunarkona
slysavarðstofu bæjarins heimilishjúkrunarkonuna á frídögum, og auk
þess var hjúkrunarkona ráðin yfir sumarmánuðina til aðstoðar í
sumarorlofum. Þannig hafa 8 hjúkrunarkonur starfað við félagið hér
um bil helming ársins. Eftirlit með barnshafandi konum annaðist
læknir og ljósmóðir. Auk þess starfaði afgreiðslustúlka við berkla-
varnarstöðina og við ungbarnaverndina stúlka, sem sá um Ijósböð
ungbarna. Farið var i 5585 sjúkravitjanir. Meðlimatala Líknar er um
220. Tekjur félagsins voru kr. 206523,09 og gjöld kr. 203066,28.
2. Hjúkrunarfélag Ólafsvikur. Hefur ráð á einu sjúkrarúmi, safnar
fé í sjóð til sjúkrahúsbyggingar og styrkir bágstadda sjúklinga bein-
um fjárstyrlcjum.
3. Hjúkrunarfélagið Hjálp, Patreksfirði. Starfaði ekki árið 1943, en
engar upplýsingar fyrir hendi um árið 1944.
4. Rauðakrossdeild Akureyrar. Tala meðlima 534, þar af 33 ævi-
félagar. Tekjur kr. 22632,11. Gjöld kr. 12926, 04. Eignir kr. 40151,11.
Starfsemin fábreytt, en þó reynt að halda í horfinu. Óhætt að segja,
að hagur deildarinnar hafi heldur batnað á árinu, einkum með fjölg-
un meðlima, og fer áhugi og skilningur almennings vaxandi á starfi
og tilgangi Rauðakrossins. í janúarmánuði fékk deildin sjúkrabifreið
þá, sem R. K. í. hafði útvegað, en vegna skorts á sjúkrabifreiðum í
Reykjavílc hafði bifreiðin verið notuð þar um % ár. Var hún í lélegu
ástandi, svo að byrja varð á viðgerð á henni, og kostaði hún lcr.
2258,16, en að því bt'inu var hún tekin í notkun, og voru alls fluttir i
henni á árinu 196 sjúklingar, 116 innanbæjar, en 80 ferðir farnar út
úr bænum, og þar af allmargar út fyrir héraðið, lengst til Húsa-
víkur. Því miður hefur bíllinn ekki reynzt eins vel og vonir stóðu til,
og hefur viðgerðarkostnaður orðið allverulegur, eða kr. 5389,07. Hefur
því orðið rekstrarhalli á bílnum, sem nemur kr. 5822,48. Er það stærsti
útgjaldaliður deildarinnar á árinu. Merki á öskudaginn seldust fyrir
kr. 3136,00. Var það eftir atvikum sæmilegt, þegar þess er gætt, að
merkin komust svo seint í hendur deildarinnar, að ekki var hægt að
senda þau út um bæinn fyrr en seinna hluta dagsins. Heillamerki
seldust fyrir kr. 402,25. Unnið var að útbreiðslu tímaritsins Heilbrigðs
lífs, og hefur það starf borið góðan árangur. Var á árinu fenginn
sérstakur útsölumaður hér í bænum, auk þess sem ritið er hér til
sölu hjá bóksölum. Fer tala fastra kaupenda stöðugt hækkandi, og
eru menn yfirleitt ánægðir með ritið. í desembermánuði gekkst deildin