Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 124
122
ísafj. Húsnæðisvandræðin alltaf jafn mikil í bænuni, þótt nokkuð
sé byggt. Fólk hefur nú rýinra um sig en áður, og giftingar hafa auk-
izt vegna bætts efnahags. Þrifnaði fer og nokkuð fram.
Ögur. Engar nýbyggingar á árinu og viðhald eldri bygginga slælegt.
Þrifnaður sæmilegur í héraðinu víðast hvar.
Hesteyrar. Engar nýbyggingar um margra ára bil og viðhald litið.
Húsakynni því víða slæm og þrifnaður eftir því.
Hólmavíkur. Nokkur steilisteypuhús byggð á árinu. Er oftast flutt
í þau, áður en þau eru fullgerð, og dregst þá oftast nokkuð, að gengið
verði frá þeim til fulls. Miðstöðvareldavélar voru settar í nokkur
hús og reynast vel. Húsnæðisekla er nokkur á Hólmavík og Drangs-
nesi. Þrifnaður utan húss og innan fer heldur batnandi. Lúsina tekst
ekki að uppræta alveg', því að alltaf eru einhverjir til að lialda henni
við, láta sér duga að hreinsa þann kollinn, sem liklegt er, að lendi
í lúsaskoðuninni.
Blönduós. Húsakynni tóku litlum breytingum i sveitum. Þó voru
byggð steinhús á 3 eða 4 bæjum, 2 þeirra mjög myndarleg, enda munu
þau hafa kostað 60—80 þúsund krónur. A Blönduósi var lítið byggt,
en í Höfðakaupstað risu upp tiltöluleg'a mörg hús, þótt flest séu smá.
Á Blönduósi hafði verið sett upp hótel 1943 í húsi því, sem uppruna-
lega var eign Gísla ísleifssonar sýslumanns, og var nú bætt við það
allgóðum sal til smáfundarhalda eða veitinga ásamt 5 gestaherbergj-
um, svo að nú mun vera hægt að hýsa þar 24 gesti. Er með því bætl
úr brýnustu þörfinni, en ef vel á að vera, þarf hér gististað fyrir 80-
100 manns, eftir því sem reynsla undanfarinna ára hefur sýnt. Húsa-
kynni eru annars orðin víða úr sér gengin, ekki hvað sízt hér á
Blönduósi. Þrifnaður innan húss og í matargerð er yfirleitt góður.
Kvennaskólinn, sem starfað hefur hér talsvert á 7. áratug, hefur átt
ágætan þátt í aukinni heimilismenningu með undirbúningi húsmæðra-
efna, og Húnvetningum hafa þaðan hætzt margar ágætar húsmæður
úr öðrum landshlutum. í raun og veru standa bændurnir þeim að
haki, því að þrifnaður utan húss er miklu lélegri, salerni vantar,
jafnvel á efnaheimilum, og sóðalegt er umhorfs kringum marga bæi
og gripahús, þótt þetta sé að sjálfsögðu ekki verra hér en víða annars
staðar. Til eru þó hér þeir þrifabændur, að til fyrirmyndar er. Mér
er það minnisstætt, að fyrsta sumarið, sem ég þjónaði hér, var ég
sóttur langt upp í afdal, sem ég hafði ekki áður komið í. Eg reið þar
um garð á frekar litlum bóndabæ, sem mér varð starsýnt á sökum
þess snyrtibrags, sem þar var á öllu. Túngarður var hlaðinn vir grjóti,
en húsveggir flestir voru úr grónu torfi, sléttir og prýðilega lagðir,
bæjarþilin hvítmáluð og hvergi sjáanleg steinvala, torfskækill eða rusl
af neinu tagi. Hinn gamli bóndi, sem þarna bjó, er nú látinn og bær
hans kominn í eyði, en fleiri býli af þessu tagi eru til, þótt þau séu
færri en skyldi.
Sauðárkrólcs. Húsakynni fara heldur batnandi, og fólk býr rýmra
en áður. Eru alltaf nokkur húsnæðisvandræði, þó að nýbygging sé
nokkur. Á Sauðárkróki var lokið við byggingu nokkurra húsa og
byrjað á öðrum. Eru það eingöngu lítil einbýlishús. í sveitinni var
lokið við smiði 2—3 húsa og gerðar verulegar endurbætur annars