Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Qupperneq 125
123
staðar. En bygging er saint yfirleitt slæni eins og áður. Á Löngumýri
í Seiluhreppi, þar sem undanfarið hefur verið barnaheimili á sumrin
á vegum Rauðakross íslands, var reistur skáli við íbúðarhúsið. Var
barnaheimilið þar í sumar, en i vetur er þar kvennaskóli.
ólafsjj. 6 ný íbúðarhús voru fullsmíðuð að mestu, öll úr stein-
steypu eða R-steini. Byrjað var á byggingu 5 hiisa að auki. Utanhús-
þrifnaði enn ábóta vant, en fleiri og fleiri húseigendur girða lóðir
sínar og lagfæra.
Svarfdæla. Húsaltynni sæmileg, þau, sem ég hef séð. Þótt ýmsir
gallar séu hér á híbýlum og umgengni, munu þeir ekki vera meiri
hér, upp og ofan, heldur en gengur og gerist í öðrum byggðarlöguin
hérlendis.
Akureyrar. Talsvert um byggingar á 2 síðustu árum og óvenjulega
mikið um opinberar bvggingar. Má þar þá helzt nefna stóran og veg-
legan gagnfræðaskóla, húsmæðraskóla, sem nú er verið að reisa,
iþróttahús, stóraðgerð á íþróttahúsi Menntaskólans og stórbyggingu,
sem verið er að reisa fyrir póst og sírna. Um íbúðarbyggingar hefur
einnig verið töluvert, bæði á þessu og fyrra ári. Annars má segja,
að húsakostur manna hér í læknishéraðinu, bæði í bænurn og sveit-
inni, sé vel sæmilegur, þótt enn þá séu víða lélegar íbúðir og sums
staðar í sveitinni torfbæjargreni, sem eru ekki íbúðarhæf. A árinu
hef ég skoðað 28 sinnum húsnæði manna vegna umkvartana um lé-
legan aðbúnað, og hafa þessar umkvartanir því miður alltaf verið á
rökum reistar, þó að hins vegar hafi ekki alltaf verið unnt úr að
bæta, eins vel og æskilegt hefði verið, vegna hins geysilega húsnæðis-
skorts, sem nú er hér í bænum. Víða er þrifnaði mjög ábóta vant, bæði
utan húss og innan. Reyna bæði héraðslæknir og heilbrigðisfulltrúi
að líta eftir og' fá kippt í lag því, sem út af ber og þeir sjálfir verða
varir við, eða aðrir kvarta um við þá, þótt þar sé oft við ramman reip
að draga.
Höfðahverfis. Húsakynni hér eru nú víða orðin góð. Múrhúðað
1 hús og haldið áfram að fullgera þau hús, sem ekki hafði verið al-
veg lokið við á síðasta ári. Eitthvað mun hafa bætzt við af vatnst-
salernum, en mikið vantar á, að þau séu á hverju heimili enn þá.
Þrifnaður er yfirleitt sæmilegur á allflestum heimilum. Samt eru
hér í héraðinu heimili, sem hafa ekki enn þá losað sig við lúsina, og
er alveg undravert, hve sumar manneskjur geta verið sofandi gagn-
vart þessum óþverra.
Rei/kdæla. 2 íbúðarhús voru byggð á árinu, en annars hefur verið
lítið um byggingarframkvæmdir, nema telja skuli setuliðsbragga, sem
margir bændur hafa reist sem geymslur, hlöður og peningshús.
Þistilfj. Húsakynni heldur batnandi. 1 hús byggt á Þórshöfn. Þrifn-
aði heldur ábóta vant vegna vatnsskorts, fráræsluörðugleika og hirðu-
leysis.
Vopnafj. Umbætur urðu allmiklar á húsakynnum í héraðinu á þessu
ári. I sveitinni 3 myndarleg steinhús í smíðum. Á einurn bæ byggt
íbúðarhús úr timbri, húðað utan með skeljasandi. Á nokkrum öðr-
um stöðum lagðfærð eldri húsakynni. Vatnsrafstöð komið upp á ein-
um bæ. Stöð þessi hefur reynzt illa, og sat fólkið lengi vetrar í kulda