Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 127
125
m3. Stærsta íbúðin er 1248 m3 með 170 m2 flatarmáli. Minnsta íbúðin,
sem er -viðbygging, er 170 m3 með 35 m2 flatarmáli. Herbergjafjöldi
íbúðanna auk eldhúss er þessi: 1 íbúð er 2 herbergi, 4 íbúðir 3 her-
bergi, 1 íbúð 4 herbergi, 1 íbúð 9 herbergi og' 1 íbúð 10 herbergi. Önn-
ur en íbúðarhús, sem reist hafa verið og tekin í notkun á árinu, eru
þessi: 1 verzlunarhús, 840 m3 að stærð, 2 hús til skipasmíða, sam-
lals 2800 m3 að stærð, 1 hús fyrir efnalaug, 370 m3 að stærð. Fjós
fyrir 50 kýr, ásamt heyhlöðu, sem Vestmannaeyjabær hefur látið
reisa á árinu. Stærðin samtals 4876 m3. í smíðum eru 19 íbúðarhús
með samtals 32 ibúðum.
Rangár. Húsakynni fara batnandi, en lítið byggt af nýjum húsum
á þessu ári og erfitt að halda í horfinu með nauðsynlegt viðhald á
eldri húsum sökum dýrleika, en þó ef til vill öllu fremur vegna skorts
á faglærðum mönnum, því að svo má heita, að allir þeir, sem kunna
að reka nagla, séu komnir í húsbyggingar í Reykjavík.
Egrarbakka. Mikið var byg'gt á Selfossi og í Hveragerði, einnig all-
mikið í sveitum, bæði íbúðarhús, peningshús, hlöður og safnþrær.
Á Eyrarbakka og Stokkseyri aftur á móti ekkert, eða sama sem ekk-
ert. Þau pláss virðast vera í fjörbrotunum.
Grímsnes. Húsakynni fara batnandi smám saman. Alltaf er eitthvað
byggt af íbúðarhúsum á hverju ári. Nokkuð er farið að nota vikur-
holstein til bygginga. Hann einangrar vel, ef húðað er að utan, en
er sennilega ótraustur.
Keflavíkur. Stórkostleg framför í bættum húsakynnum, einkum í
Keflavík, Njarðvíkum og Sandgerði, í kjölfar aukinnar útgerðar. Þó
verður að segja það, að fullmikið kapp er lagt á útgerðina, þegar að-
komumönnum eru fyrir ærna peninga leigð húsakynni, sem á engan
liátt eru mannabústaðir, og mætti gjarna eyða 1—2 þingsetudögum
til að setja löggjöf um leiguleyfi á íbúðum sjómanna.
5. Fatnaður og matargerð.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur.Ytri föt yfirleitt nankinsföt, en nær- og milliföt oft úr ull.
Dala. í þessum efnum hafa engar breytingar orðið, og má segja,
að hvort tveggja sé yfirleitt sæmilegt.
Reykhóla. Fatnaður og matargerð líkt og gengur og gerist.
Þingeyrar. Garðávextir mikið notaðir. Berjanotkun fer vaxandi.
Mjólk er nóg' í kauptúninu.
Flateyrar. Fatnaður er að mestu innlendur og hlýr, mataræði fá-
breytt og gott, mestmegnis nýmeti úr sjó eða af landi. Sums staðar
er þó milcill mjólkurskortur og grænmetisneyzla óveruleg, einkum
á Suðureyri.
Hesteyrar. Fæðið mjög háð tíðarfari, sérstaklega hvað snertir
„protective foods“. Á þessu ári var uppskera sæmileg, einnig eggja-
og berjatekja og heyskapur. Fæðið í ár í samræmi við það, enda bar
nú ekki á manneldissjúkdómum eins og árið 1943.
Hnlmavíkur. í kauptúninu notuð mest aðkeypt vinnuföt. En ullar-