Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 130

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 130
128 hennar, og mun ekki auðgert að hrekja það með rökum, eins og öllu er háttað um mjólkurmál hér á landi. Læknar láta þessa getið: Rvík. Landbúnaðarnefnd Reykjavíkurkaupstaðar beindi þeirri fyrir- spurn til héraðslæknis, livort hann teldi ekki „nauðsynlegt eða a. m. k. mjög æskilegt, að hægt væri að hafa á boðstólum ógerilsneydda, kalda mjólk til neyzlu fyrir ungbörn og sjúklinga í bænum. Þessu svaraði héraðslæknir m. a.: „Ég tel hvorki æskilegt og því síður nauðsyn- legt að hafa á boðstólum ógerilsneydda mjólk og engu fremur fyrir ungbörn og sjúklinga, nema síður sé. Ég skal taka það fram, að ég hýst ekki við, að allir læknar líti sömu augum á þetta atriði, en þetta er mín sannfæring, og er ég reiðubúinn að styðja hana með ýmsum rökum. Hitt er annað mál, að ég tel æskilegt, að greiðari aðgangur væri að mjólk, sem ætíð væri tryggt, að væri fyrsta flokks mjólk, og bæjar- búar neyddust ekki til þess að sætta sig við sambland ýmissa mjólkur- flokka, sem í raun og veru ætti ekki að nota til neyzlu. Þessu veldur oft mjólkurskortur, og verður hans vegna að sætta sig við meira sam- bland en ella. Aukin framleiðsla á fyrsta flokks mjólk í nágrenni bæj- arins væri því mjög æskileg í því skyni, að bæjarbúar séu ekki neyddir til að taka hvaða vöru, sem að þeim er rétt. Annars vil ég benda háttv. landbúnaðarnefnd á kafla þann um mjólk og mjólkursölu, sem er í uppkasti því að heilbrigðissamþykkt fyrir Reykjavík, er ég hef sent bæjarstjórn, og einnig lesa athugasemdir við hann. Fengist sú reglu- gerð tekin í gildi og mjólkurmagn og aðrar aðstæður gerðu hana framkvæmanlega, finnst mér, að mjög sæmilega væri séð fyrir mjólk handa bæjarbúum.“ Borgctrnes. Mjólkurframleiðsla og sala mjólkurafurða er nú aðal- uppistaða velmegunar bænda hér. Er því að vonum, að mikil áherzla sé á það lögð af hendi þeirra, er með þau mál bænda fara, að öll starfræksla í sambandi við þessa ágætu vöru fari vel úr hendi. Enda hygg ég sann- mæli, að mjólkurvörur héðan séu vandaðar og óaðfinnanlegar, þegar þær fara úr mjólkursamlaginu og mjólkurvinnslunni hér. Hvað flutningar héðan á markað kunna að spilla mjólkinni, get ég ekki um dæmt. Sérstaklega álít ég skyr og' smjör hér framleitt óaðfinnan- lega vöru. Mjólk er alltaf nægileg á boðstólum hjá samlaginu, en smjörlaust vill verða á haustin og veturna. Ölafsvíkur. Mjólkurframleiðsla nægileg, meðan kýr eru á gjöf, en flestar kýr eru snemmbærar og sumarhagar slæmir. Er þvi mjólkurlaust ágúst—nóvember, og verður að fá mjólkina með áætlunarhílum sunnan yfir lieiði. Flateyrar. Mjólkurframleiðsla er allmikil í Önundarfirði, bæði af þorpsbúum til eigin neyzlu og af bændum í nágrenninu til sölu í þorpið. í sveitinni er og mikil mjólkurframleiðsla og mikið selt af henni til ísafjarðar á sumrum, og í haust sótti Djúpbáturinn mjólk hingað tvisvar í viku. Á Suðureyri er mikill mjólkurskortur, eins og verið hefur undanfarið. ísafj. Aðalvandamálið er mjólkin. Það má segja, að hér ríki mjólk- urhungur 4 mánuði ársins, og aldrei getur mjólkin talizt nóg, því að Framhald á bls. 175.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.