Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Síða 188
186
12. Barnauppeldi.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Barnauppeldi veit ég ekki til að breytist í einu né neinu.
Flateyrar. Barnauppeldi mun vera í sæmilegu lagi, en sums staðar
eru börnin agalítil, og unglingar sjást oft þvælast eftirlitslaust á
samkomum fram á nætur.
Hólmavíkur. Er ekki í góðu lagi í kauptúninu. Börnin látin algerlega
sjálfráð um allar sínar gerðir og árangurinn þar eftir.
Blönduós. Barnauppeldi auðvitað nokkuð upp og ofan, eftir því
hvernig heimilin eru og eftir bæjarbrag í þorpunum. Ég tel, að heima-
vistarskólar undir góðra manna stjórn geti orkað miklu meira en
heimangönguskólarnir í því að bæta uppeldi, a. m. k. með þvi að kenna
börnum að fylgja settum reglum, m. a. um háttprýði, sem mjög víða
er ábóta vant. Kemur þetta ekki hvað sízt fram á flestum samkom-
um, sem eru með litlum menningarblæ og stundum með skrílsniði.
Sauðárkróks. Barnauppeldi virðist vera ábóta vant, og er alltaf
nokkuð af vandræðabörnum, sem hætt er við, að gefi illt fordæmi.
Sum börn kynnast að líkindum Htið aga í heimahúsum, og i skólum
er allt of mikið agaleysi.
Ólafsfi. Vafamál hér og annars staðar, hvort hægt er að tala um
annað en sjálfsuppeldi.
Höfðahverfis. Barnaúppeldi sæmilegt. Þó munu börnin víða njóta
full mikils sjálfræðis, og er of lítið eftirlit með þeim, eftir að þau eru
farin að geta bjargað sér sjálf. Heimilin víðast hvar svo fámenn, að
tími til slíks eftirlits verður af skornum skammti.
Seyðisfi. Börnin fá víðast hvar að ráða sér sjálf, þar sem þau þá
ráða ekki yfir foreldrunum lika. Börnin hafa ekki nóg að starfa, svo
að allt lendir í leikjum, og hafa þeir ekki sömu áhrif á börnin og
vinna við þeirra hæfi.
Vestmannaeyja. Víða ábóta vant.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Meðferð þurfalinga er góð og allt fyrir þá gert, sem
hægt er. Karlægum gamalmennum er erfitt að veita þægilega hjúkrun,
þar sem mannfæðin er svo mikil á heimilunum, að varla er hægt að
sjá forsvaranlega um aðbúð þeirra, sem á fótum eru. Reynist því óhjá-
kvæmilegt að koma vmsu af þessu fólki á eliiheimili eða hjúkrunar-
stofnanir.
Hóls. Sveitarómagar mjög fáir í héraðinu nú.
Hólmavíkur. Meðferð þurfalinga yfirleitt góð.
Blönduós. Að mínu viti góð.
Sauðárkróks. Góð.
Ólafsfi. Ég býst við, að þurfalingar hafi nú orðið litla ástæðu til að
kvarta, þótt ef til vill séu dæmi til, að þeir geri það.
Höfðahverfis. Meðferð þurfalinga góð.