Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 189
187
Seyðisff. Þurfalingar aðeins 2 fávitar. Hælisvist ekki fáanleg. Sæmi-
lega fer um þessa aumingja.
Síðu. Góð.
Vestmanncieyja. Yfirleitt góð.
14. Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir í heimahúsum.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Ferðalög héraðslæknis fara öll fram í bíl, nema sums
staðar spotta á afskekktustu bæi.
Akureyrar. Langflestar læknisferðir hér er hægt að fara í bílum.
Nokkuð oft kemur það þó fyrir, að fara verður á skíðum í læknis-
ferðir hér að vetrarlagi, bæði austur yfir Vaðlaheiði og inn i fjörðinn.
Hornaff. Ferðalög geta orðið allstrembin vegna mikilla vegalengda
(allt að 130 km hvora leið frá læknisbústað) og margra farartálma.
Vegna legu sinnar eru Heinabergsvötnin tíðast Þrándur í götu og
þyrnir í auga héraðslæknis, svo og margra annarra héraðsbúa.
15. Slysavarnir.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Slysavarnir eru engar beinlínis í mínu héraði. Víða væri
þó þörf á að setja viðvörunarmerki fyrir bílamnferðina með veg-
unum.
Flateyrar. Deildir úr Slysavarnarfélagi íslands eru hér, bæði á
Flateyri og Suðureyri, kvennadeildirnar starfandi í iniklum móði,
en lífsmark er ekki að finna með karladeildunum neina einu sinni
á ári, þegar skila á Slysavarnarfélaginu ársarðinum, sem þá fyrir-
finnst ekki, því að enginn fundur hefur verið haldinn og ekkert til-
lag greitt. Er svo kítt um það, hverjum sé um að kenna, aurarnir
sendir suður og öllu gleyint.
Hólmavíkur. Slysavarnardeild starfar hér og sér um, að haldið sé
við björgunarhringum og krókstjökum við hafskipabryggjuna.
Sauðárkróks. Slysavarnardeildir 2 á staðnum og munu starfa eitt-
livað að fjársöfnun til slysavarna.
Akureyrar. Hér er deild, bæði karla og kvenna, úr Slysavarnarfé-
lagi íslands, og starfa þær eitthvað, aðallega að fjársöfnun. Á vegum
Slysavarnarfélagsins voru haldin námskeið í hjálp í viðlögum, og var
öllum heimil ókeypis þátttaka í námskeiðunum.
Höfðahverfis. Haldið hefur verið áfram við byggingu í sainbandi
við sundlaugina og að laga i kringum hana.
Síðu. Hér starfa 5 deildir úr Slysavarnarfélagi íslands og vinna
eingöngu að því að afla fjár fyrir félagið.
Vestmannaeyja. Björgunarfélag Vestmannaeyja og Slysavarnar-
deildip Eykyndill starfa að þessum málum. Veðurspár auglýstar og
stöðugur vörður hafður til að fylgjast með landkomu bátanna, sem
tilkynnir Slysavarnarfélaginu, ef ekki greiðist úr á annan hátt. Varð-
skipið Ægir var hér s. I. vertíð til eftirlits með bátum og veiðarfærum.