Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 191
189
Ólafsvíkur. Samkomuhús Ólafsvíkur í herfilegu ástandi. Betra á
Sandi. Ekkert í Breiðuvík. Nýbyggt í Staðarsveit.
Flateijrar. Engar endurbætur eða nýsmíðar.
Hóls. Kirkjugarðar eru 2, annar nýlega tekinn i notkun. Gamli
kirkjugarðurinn mætti vera betur hirtur.
Blönduós. Samkomuhús dágott hér á Blönduósi, tekur um 200
manns, en er of lítið fyrir héraðið. I Höfðakaupstað er skólahúsið
aðallega notað til mannfunda, en í sveitum eru 6 samkomuhús, þar
af 3 úr timbri, lítil og nokkuð gðmul, en önnur 3 úr steini og sum
þeirra ekki fullgerð. Af kirkjum ber auðvitað Þingeyrarkirkja af, enda
er henni vel við haldið, og er hún allra hluta vegna einhver veglegasta
kirkja landsins. Nýleg steinkirkja er á Hólanesi og önnur eldri á
Undirfelli, báðar heldur kuldalegar, en af 8 timburkirkjum héraðsins
eru a. m. k. 3 orðnar skrifli. Kirkjugörðum er haldið við skamm-
laust á íslenzkan mælikvarða.
Sauðárkrólcs. Samkomuhús á Sauðárkróki er hið sama og undan-
farið og er allt of lítið. Reist hefur verið nýtt samkomuhús í Staðar-
hreppi hjá Reynistað, og er það lika notað til skólahalds.
Ólafsfj. Samkomuhús kauptúnsins, sem nú er eign H. Thoraren-
sens læknis á Siglufirði, er í mjög mikilli niðurníðslu. Það lekur
orðið stórkostlega, og' gólf salarins er að verða ónýtt. Kvikmynda-
sýningar gengu skrykkjótt og lögðust alveg niður í árslok vegna
deilu um skatt af sýningum. Hitaveituvatni var dælt í miðstöðvar-
kerfi hússins, en sumir ofnar biluðu fljótlega. í kirkjuna var veitt
bitaveituvatni, og er hún nú sem annað hús.
Akureyrar. Á árinu hafa bætzt við 2 ný og vegleg hótel, annað
eign Kaupfélags Eyfirðinga, en hitt eig'n hlutafélags, h/f Norður-
lands. Er þarna bætt úr brýnni þörf. Önnur samkomuhús eru Sam-
komuhús bæjarins, sem orðið er gamalt og fullnægir ekki að öllu
leyti þeim kröfum, sem gerðar eru til slíkra húsa nú, en jafnframt
því að vera samkomuhús er það einnig eina leikhús bæjarins. Bíó
og samkomuhúsið Skjaldborg eru einnig notuð til söngskemmtana
og annarra opinberra skemmtana. Einnig eru oft haldnar opinberar
somkomur í Verkalýðshúsinu. Gisthús eru, auk þeirra, sem að framan
eru nefnd, Hótel Goðafoss, Hótel Akureyri og Hótel Gullfoss, og eru
jafnframt samkomusalir fyrir minni samkomur í Hótel Gullfossi og
Hótel Akureyri.
Höfðahverfis. Kirkjan á Þönglabakka í Fjörðum seld til niðurrifs.
Kirkjugarðar sæmilega hirtir.
Seijðisfj. Dálítið hefur það bætt úr samkomuhúsvöntun, að Rauða-
krossdeild Seyðisfjarðar keypti 2 stóra R. K.-skála af setuliðinu. Eru
þeir mjög rúmgóðir og sæmilega vistlegir, en tæplega til langrar fram-
búðar, frekar en annað af því tagi. Mikið er kvartað yfir kulda í kirkj-
unni að vetrinum, hér sem annars staðar, en nú hefur verið komið
fyrir olíukyndara í kirkjuna í viðbót við rafhitun, sem fyrir var, svo
að eitthvað ætti það að bæta úr. Girðing í kringum kirkjugarðinn
hefur verið endurbætt.
Vestmannaeyja. Umgengni í samkomuhúsum góð, þó að út af beri
á slarksömum dansleilcjum á vertíðinni.