Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 127
— 125 —
1958
með því, alls 6180 manns, 1974
karlar, 2615 konur, 1591 börn
yngri en 15 ára. Af þeim reyndust
59, eða tæplega 1% (0,95%), vera
með virka berklaveiki. Þar af
voru 43, eða 0,7%, með berkla í
lungum, lungnaeitlum eða brjóst-
himnu. 18, eða tæplega 0,3%,
höfðu smitandi berklaveiki. 8
þeirra höfðu smit við beina rann-
sókn, en 10 við ræktun. Hjá 6
sjúklingum með berklabreytingar
i lungum fannst ekki smit. Hinir
sjúklingarnir voru sem hér segir:
4 með pleuritis exudativa, 1 með
erythema nodosum, 14 með hilitis
tuberculosa, og var einungis um
börn að ræða í siðast töldum
tveim flokkum.
3. Stefnt var í hópskoðun ails 9065
manns. 1267 þeirra voru yngri en
15 ára. Virk berklaveiki fannst i
14 ára dreng, og var þar um að
ræða primer inf., og 24 ára konu,
sem reyndist vera með frekar litl-
ar bólgur í báðum lungnatoppum.
Var henni leyft að vera heima,
enda fannst ekki smit við ræktun.
Gamlar berklabreytingar fundust
i 84 sjúklingum, og voru 77%
þeirra kunnir stöðinni áður. 221
sjúklingur var með afleiðingar
brjósthimnubólgu. 67% þeirra
voru áður kunnir stöðinni. Meiri
hluti þessa fólks (5571 fullorðnir,
590 börn) hafði verið í sams kon-
ar skoðun áður. Að þessu sinni
var ekki framkvæmd nein hverfis-
skoðun á vegum stöðvarinnar.
Eins og undanfarin ár var af hálfu
stöðvarinnar lögð áherzla á, að
allir smitandi sjúklingar væru
vistaðir á hæli. 3 sjúklingar fengu
þó leyfi til að vera heima, þótt
um smit væri að ræða. Tvö gam-
almenni, nálægt áttræðisaldri,
treystu sér ekki á hæli, voru ein-
angruð heima og sett á lyfjameð-
ferð með þeim árangri, að bæði
voru orðin neikvæð um áramót.
Þriðji maðurinn var frá Hafnar-
firði, fannst hann skömmu fyrir
jól, og er hann einnig i lyfjameð-
ferð með góðum árangri.
Ungbarnavernd.
Á deildinni voru skoðuð alls 5401
barn, þar af 4718 úr Reykjavík, en
tala skoðana var 12966. 683 þessara
barna voru búsett utan Reykjavíkur,
og voru skoðanir á þeim alls 1331.
Úr Kópavogi komu 205 börn, 471
skoðun, úr Ilafnarfirði 192 börn, 394
skoðanir, af Seltjarnarnesi 38 börn,
113 skoðanir, og 201 barn, 353 skoð-
anir, frá ýmsum öðrum stöðum á land-
inu. Af 2337 ungbörnum, sem deildin
hafði eftirlit með á árinu, voru 2084
(eða 89,2%) lögð á brjóst. 253 fengu
eingöngu pela frá fæðingu.
Rólusetningar fóru fram með sama
hætti og undanfarin ár, þar til á
miðju ári, að byrjað var að bólusetja
samtímis gegn mænusótt í fyrsta og
annað sinn og „DTPP“ í annað og
þriðja sinn. Þessi nvbreytni sparaði
bæði deild og mæðruin tvær vitjanir.
853 börn innan skólaaldurs fengu ljós-
böð á deildinni, alls 12338 sinnum.
Hverfishjúkrunarkonur fóru 15795
vitjanir á heimili til eftirlits með ung-
börnum. Deildinni bárust tilkynning'-
ar um 1869 börn í Reykjavík. Flest
börnin voru fædd heilbrigð og lýtafá,
og heilsufar þeirra var með betra móti
á árinu.
Eftirlit með barnshaf-
andi konum.
Á deildina komu alls 2921 kona, en
tala skoðana var 8971. Af þessum kon-
um voru 716 búsettar utan Reykjavik-
ur, þar af í Kópavogi 183 (542 skoð-
anir), 115 í Hafnarfirði (319 skoðan-
ir), 40 á Seltjarnarnesi (123 skoðanir)
og 50 i Keflavík (107 skoðanir). Meðal
þess, sem fannst athugavert við skoð-
un, var það, er hér greinir: Blóðrauða
50—59% höfðu 9 konur, 60—69%
höfðu 82, 70—80% 856. 151 kona
liafði einungis hækkaðan blóðþrýsting
(140/90 eða hærri, tvisvar eða oftar)
án annarra einkenna. Bjúg án annarra
einkenna höfðu 180 konur, hvítu í
þvagi án annarra einkenna 5, bæði
hækkaðan blóðþrýsting og bjúg 155,
og hvitu í þvagi ásamt hækkuðum
ldóðþrýstingi og/eða bjúg 45. Áber-
andi æðahnúta höfðu 12 konur, já-
kvætt Kahnpróf 6.