Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 155
153
1958
19. Húsdýrasjúkdómar.
Reykhóla. Allmikið liefur borið á
doða i kúm. Ef til vill er það vegna
hins þurra vors.
Grenivíkiir. Nokkuð bar á doða í
kúm um burð eins og áður og einnig
nokkuð í kindum um burð og stund-
nm nokkru áður.
Eskifj. Doði í kúm eftir burð er
nijög algengur í öllu héraðinu. Margir
bændur gefa kúnum kalk 1—2 mánuði
fyrir burð. Þetta hefur vafalaust dreg-
ið talsvert úr hastarlegum doðaköstum,
en engan veginn útrýmt sjúkdóminum.
Allskæðir lungnabólgufaraldrar lierja
á sauðfé, einkum á útmánuðum.
20. Framfarir til almenningsþrifa.
Akranes. í smiðum var póst- og
simahús, gagnfræðaskóli, fiskverkun-
arhús, viðbygging við skátaheimili og
viðbvgging við bifreiðaverkstæði. A
árinu voru byggðar 14 bifreiðageymsl-
ur og önnur smáhýsi. Byggingu sem-
cntsverksmiðjunnar var svo langt
komið, að hún tók til starfa i júní, og
befur framleiðslan reynzt vel. Haldið
Var þó áfram byggingum allt árið, og
er enn ólokið nokkrum af byggingum
verksmiðjunnar. Þar sem Andakíls-
virkjunin hafði ekki aflögu rafmagn
til verksmiðjurekstrarins, var til við-
bótar lögð raflína frá Sogsvirkjuninni.
Eúöardals. Fullgert var verzlunar-
hús í Saurbæ, og unnið var að bygg-
ingu annars í Búðardal.
Eeykhóla. Fáar og litlar á árinu.
Suðureyrar. Engar nýbyggingar á
árinu, en unnið að þvi að fullgera fé-
iagsheimili og skólahús. Hafin kennsla
í fyrsta skipti í liinu nýja skólahúsi,
hótt ekki sé búið að ganga frá því til
fulls. Keyptir tveir nýir bátar.
fíolimgarvíkiir. Unnið var áfram að
virkjun Fossár, og tók stöðin til starfa
i marzmánuði. Er þetta 450 hestafla
vatnsaflsstöð, sem gert er ráð fyrir, að
fullnægi fyrst um sinn rafmagnsþörf
Hólshrepps, en siðar er áformað að
tengja veituna við Mjólkurárvirkjun.
^ ið hafnargerð var unnið fyrir um 2
unll jónir króna á þessu ári. Dýpkunar-
^kipið Grettir dýpkaði upp með brim-
Lrjótnum. Hlaðinn var varnargarður
úr stórgrýti utan við brjótinn og byrj-
að á grjótgarði, sem á að loka höfn-
inni að innanverðu fyrir sandáburði.
Súðavíkur. Miklar endurbætur á
,,Frosta“, svo og veruleg nýrækt víðs
vegar í héraðinu. Gatnagerð miðar
liægt.
Hvammstanga. IMjóIkurbú er í smíð-
um og tekur til starfa 1959. Að ýms-
uin framkvæmdum er unnið, t. d.
lengingu bryggju á Hvammstanga, svo
að stóru millilandaskipin geti lagzt
þar að. Vegakerfið er endurbætt á
liverju sumri, og á nú að heita akfært
til allra bæja i héraðinu og víðast
hvar góður vegur á íslenzkan mæli-
kvarða.
Ólafsfj. Steyptur grunnur og kjall-
arahæð að nýrri póst- og simastöð.
Aðallega unnið í Múlavegi. Mjög miklu
stórgrýti rutt í sjóinn norðan hafnar-
garðs og hann fylltur grjóti í stað
þess, er skolað liafði í burtu. Borað
cftir heitu vatni á Garðsdal, og fékkst
heitara vatn, en ein borhola, kaldari,
tekin úr sambandi. Hitnaði vatnið í
kerfinu um 4—5 stig, en hefur samt
ekki náð upprunalegum liita.
Dalvíkur. Framfarir til almennings-
j.rifa eru jafnan nokkrar ár hvert.
Grenivikur. Byggð brú yfir Svíná.
Raufarhafnar. Hafin var bygging
nýrrar söltunarstöðvar og hún að
r.okkru tekin i notluin um sumarið.
Þá var lögð ný vatnsveita á vegum
hreppsins, miklu stærri en sú, sem
fyrir var.
Seyðisfj. Stækkun á bátaflotanum
inun vera aðaláhugamálið með tilliti
til aukningar atvinnu í bænum í sam-
bandi við hið nýja fiskiðjuver.
Nes. Framfarir með mesta móti. All-
mikið unnið að jarðabótum í Norð-
fjarðarhreppi og smíðar íbúðar- og
útihúsa meiri en að undanförnu. I
Neskaupstað var einnig mikið um í-
búðarhúsabyggingar og ýmsar aðrar
verklegar framkvæmdir. Var þar reist
síldarverksmiðja og hafin starfræksla
hennar á árinu. Bátastóll Norðfirðinga
og bátaútgerð fór mjög vaxandi á ár-
inu. Unnið var að flugvallargerð fyrir
botni Norðfjarðar. Smíði fullkominn-
ar mjólkurstöðvar i Neskaupstað var
20