Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 179
— 177
1958
Málsatvik eru þessi:
Hinn 8. nóvember 1955 var stefn-
andi máls þessa aS vinna við upp-
skipun fiskbeina úr vélbáti, er lá við
bryggju á ...eyri. Starf stefnanda
var að losa úr uppskipunarskúffu á
bílpalla, og fór hann þannig að við
verkið, að hann stóð á palli bifreiðar-
innar og kippti í band, sem fest var
við undirlok uppskipunarskúffunnar,
og tæmdist þá úr skúffunni á bílpall-
inn. Um kvöldið vildi það slys til, að
bandið hrökk í sundur, er stefnandi
kippti í það, og féll hann við það
aftur á bak út af bílpallinum og skall
niður á bryggjuþilið með þeiin afleið-
ingum, að hann missti meðvitund og
hlaut meiðsli.
. .., héraðslæknir á . .., var kvadd-
ur á vettvang, og segir svo í læknis-
vottorði hans, dags. 8. janúar 1958:
„Hinn 8. nóvember 1955 var ég
kvaddur niður á bryggju á ... til M.
E. L.-sonar, en hann hafði þá fyrir
stuttri stundu fallið af bilpalli og
niður á bryggjuna. Hann var þá með
rænu, og eftir lauslega skoðun lét ég
Hytja hann á sjúkraskýlið hér í pláss-
inu.
Er þangað kom, er ástand slasaða
allgott, blóðþrýstingur 125/80, púls
68/mín. Maðurinn man nafn sitt, en
ekki aldur né það, er fyrir hefur kom-
ið. Hann þekkir mig með nafni og
veit, hvar liann er staddur.
Almenn rannsókn leiddi þetta í ljós:
Pupillur eru jafnvíðar, reagera eðli-
iega fyrir ljósi, sjón eðlileg eftir aldri.
Hvorki blæðir úr munni, nefi né eyr-
um. Heyrn eðlileg. Á útlimum eru
taugareflexar, vöðvatonus og grófir
kraftar eðlilegir. Engar taugabilanir
gefa til kynna lamanir eða grun um
blæðingu inni í höfði. Maðurinn virð-
ist hvergi brotinn. Hann kvartar um
svima, en kúgast hvorki né selur upp.
Aftan á hnakka er 4 cm langur skurð-
ur í hársverði, og er hann saumaður
saman og umbúðir settar yfir.
Að þessu athuguðu er álitið, að um
vægan heilahristing sé að ræða, og
ráðgert að haga meðferð sjúklingsins
eftir því.
M. fer nú vel fram, og virðist minn-
ið komið alveg á öðrum degi, enda
man hann þá aldur sinn og veit að-
draganda slyssins. Liðan er góð og
kvartanir engar, nema um svimatil-
kenningu, ef hann rís upp.
Á sjötta degi hafði sjúklingurinn
orð á því við mig, hvort hann mætti
fara heim þann dag. Taldi ég það
engan veginn tímabært og eydcli því
tali, enda var sviminn ekki horfinn
að sögn, enda þótt hann færi minnk-
andi.
En á sjöunda degi tilkynnir sjúk-
lingurinn mér, að nú sé liann að fara,
enda sé hann að verða góður. Sagði
ég honum þá, að ég áliti hann þurfa
að liggja a. m. k. viku lengur, þetta
væri óvarlega gert, og yrði hann að
fara á eigin ábyrgð. Fór hann þannig
heim án míns samþykkis.
Rannsókn við brottför: Púls 62/mín.,
blóðþrýstingur 120/80. Hreyfingar og
limaburður eðlilegur, reflexar og
vöðvatonus eðlilegur, engin fallhneigð.
Ég mæltist til þess við M., er hann
fór, að hann lægi heima hjá sér um
viku tima og léti mig vita af líðan
sinni. Veit ég ekki með vissu, hvort
hann fór að ráðum mínum.
Tvisvar eftir þetta hitti ég hann að
máli, í bæði skiptin iiti á götu. í fyrra
sinnið var það nolckrum dögum eftir
brottför hans af sjúkraskýlinu. Að-
spurður kvaðst hann liafa dálítinn
svima yfir höfði og vera þróttlítill.
í siðara skiptið hitti ég hann, og var
þá liðinn um það bil mánuður frá
slysinu. Spurði ég um líðan hans, og
taldi hann hana orðna góða.
Eftir þetta hefur M. aldrei borið
fram neinar kvartanir við mig. Tel ég
nú sögu þessa slyss lokið, en um sið-
ari veikindi M. vildi ég gjarnan gefa
nokkrar upplýsingar, ef að haldi gætu
komið, enda þótt ég þykist vita, að
þau séu yður að einhverju leyti kunn.
Hinn 25. janúar 1956 var ég kvadd-
ur til M., þar sem hann lá hjá ná-
grannafólki sínu í . . . Sjálfur gat hann
þá hvorki borið fram neinar kvartanir
né gefið upplýsingar um það, sem
fyrir hann hafði komið. Var mér sagt,
að daginn áður hafi liann verið að
tosa þungum kolapokum heim að húsi
hér í þorpinu, er hann skyndilega
hneig niður, og var hjálpað heim til
23