Úrval - 01.04.1947, Page 12

Úrval - 01.04.1947, Page 12
10 ÚRVAL, það sé hægt, er sú hætta á, að frásögn þeirra brjálist mjög af sef jun frá dávaldinum: Hinn dá- leiddi segir það, sem hann vill, að hann segi. Þvílíkur fram- burður er því mjög óáreiðanleg- ur, og er oft ómögulegt að greina að, hvað satt er og hvað heilaspuni fyrir óafvituð áhrif frá dávaldinum. Pyrir þær sakir nær engri átt að leggja slíkan framburð til grundvallar dómi eða réttargerðum. Sef junin skýrir margt í sálar- lífinu, sem menn furða sig á. Sumum þykja ýmis fágæt sál- ræn fyrirbæri ótrúleg og halda, að þau séu uppgerð, en aðrir telja þau ,,yfirnáttúrleg“. Skulu hér nefnd nokkur dæmi um fá- gæt sálræn fyrirbæri, sem sefj- un virðist vera fullnægjandi skýring á. Dáleiðsla eða sjálfs- sefjun geta dregið úr djúpum sársauka, a. m. k. stundarkorn, svo að menn finna varla til hans. Villimanninum, sem snert- ir vanhelgan hlut (tabou), þ. e. hlut, sem bannað er að snerta í trúarbrögðum hans, getur orðið svo mikið um, að hann leggst í bæli sitt, neytir einskis, veslast upp og deyr. Honum verður að trú sinni, og enginn mannlegur máttur fær bjargað honum, ef ekki tekst að veikja trú hans á mátt hins bannhelga hlutar. Álög, heitingar, áhrínsorð, o. fl., sem við þekkjum nú frekar af afspurn og sögusögnum en reynslu, hafa fengið mátt vegna trúar þess manns, sem fyrir þeim varð. Ef maðurinn, sem heitazt er við, trúir á mátt þeirra heiftaryrða, sem við hann eru sögð, geta þau hrinið á hon- um, en annars ekki. Við þetta bætist, að sá, sem heitazt er við, hefur venjulega gert rangt, veit upp á sig sök gagnvart manni sér minni máttar, og því slær samvizkan hann. Meðan trúin á mátt heitinga var sterk og al- menn, voru vafalaust mörg sönn dæmi þess, að heitingar hrinu á mönnum, en nú, þegar trúin á mátt þeirra er nær algerlega horfin, er máttur þeirra einnig úr sögunni. Það er fyrir sefjun, að auðvelt reynist að blekkja menn og brjála dómgreind þeirra á ,,andafundum“, sbr. slæður og grímur miðils nokk- urs, er varð uppvís í Reykjavík að stórfelldum svikum fyrir nokkrum árum, og meðal hjá- trúarfullra manna er ekkert hægara en að koma af stað draugagangi og alls konar undr- um.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.