Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 38
Við miklum verkjum,
einkum hjá sjúklingum með krabbamein.
MORFÍN FORÐATÖFLUR
5mg, lOmg, 30mg, lOOmg og 200mg
Contalgin f'orðatöflur. Hver forðatafla inniheldur: Morphini sulfas 5 mg,10 mg, 30 mg,100 mg eða 200 mg. Ábendingar: Miklir verkir, einkum hjá
sjúklingum með krabbamein. Frábendingar: Relativar: Öndunarbilun. Aukinn innanícúpuþrýstingur. Krampar. Þungun. Lost. Aukaverkanir: Ógleði,
uppköst. Hægða- og þvagtregða. Öndunarlömun. Slæving hósta. Blóðþrýstingslækkun. Höfgi. Svimi. Víma. Miosis. Varúð: Ávanahætta er mikil og þörf fyrir
aukna skammta myndast fljótt, ef meðferð dregst á langinn. Einstakur skammtur minnkar hæfni til aksturs og hvers konar vélstjómunar. Fráhvarfseinkenni
geta komið fram, þegar notkun lyfsins er hætt, jafnvel eftir gjöf lyfsins í skamman tíma. Milliverkanir: Áhrif morfíns aukast mjög við samtíma notkun
áfengis og annarra lyfja, sem slæva miðtaugakerfíð. Címetidín eykur morfín-áhrif. Ofskömmtun/eitrun: Banvænn skammtur er 10-20 sinnum stærri en
einstakur skammtur lyfsins eða um 120 mg hjá fullorðnum einstaklingi sem ekki hefur myndað þol gegn lyfinu. Einkenni: Dmngi til meðvitundarleysi.
Öndunarlömun, cyanosis, veikur púls. Kóma. Meðferð: Tafarlaus vistun á gjörgæzlu til að meðhöndla öndunarlömunina. Andefni gegn morfíni einnig gefin
(natoxón). Skammatastærðir handa fullorðnum: Byrjunarskammtar fyrir þá sem ekki hafa myndað þol fyrir lyfinu, er 10-20 mg tvisvar á dag. Þessa
skammta má síðan auka eftir þörfum. Þegar skipt er frá stungulyfi yfir í þetta lyfjaform, getur þurft að gefa allt að 6 sinnum stærri skammta vegna lítils
aðgengis lyfsins eftir inntöku. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum nema í undantekningartilvikum. Pakkningar, Contalgin
forðatöflur: 5 mg: 25 o^ 100 stk. 10 mg: 25 og 100 stk. 30 mg: 25 og 100 stk. 100 ihg: 25 og 100 stk. 200 mg 30 og 90 stk. Framleiðandi: Pharmacia,
Svíþjóð. Einkaumboð á íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.