Læknaneminn - 01.04.1994, Page 90

Læknaneminn - 01.04.1994, Page 90
BRJOSTVERKUR Magnús Karl Pétursson ÞRÁTT FYRIR miklar tæknilegar framfarir á sviði læknavísinda eru einkenni sjúklings og hvernig hann lýsirþeim enn eittþað mikilvægasta við greiningu sjúkdóma. Verkur í brjósti er ein algengasta kvörtun sjúklinga, jafnt á móttökudeildum sjúkrahúsa sem á læknastofum. Ástæður brjóstverks geta verið margvíslegar, allt frá því að vera tiltölulega meinlausar til þess að vera lífshættulegar, þar sem líf sjúklinga kann að vera undir réttri sjúkdómsgreiningu komið. Það er því nauðsynlegt að hafa í huga yfírlit yfir þá sjúkdóma sem valdið geta brjóstverk, ekki síst vegna þess, að sjúkdómar þessir geta valdið mjög bráðum einkennum og því ekki hægt að eyða löngum tíma í spumingar. Yfirlit yfir heistu orsakir brjóstverkja: I Sjúkdómar í hjarta-og æðakerfi II Sjúkdómar í lungum og íleiðru III Sjúkdómar í vélinda IV Sjúkdómar í tauga- og stoðkerfi V Brjóstverkur af sálrænum toga VI Brjóstverkur vegna sjúkdóma í kviðarholi Við greiningu brjóstverks svo og annarra verkja er ekki nægilegt að spyrja aðeins hvar verkurinn sé. Það er ekki síður nauðsynlegt að spyrja um sérkenni verksins, það er að segja hverskonartilfmning það er sem sjúklingur er að lýsa, hvert verkinn leiðir, hvað framkallar hann og linar, hvernig byrjar hann, hægt eða skyndilega og hversu lengi stendur hann. Þá er ekki síður nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvort sjúklingur er í áhættuhópi ákveðins sjúkdóms og Höfundur er sérfrœðingur í lyflœkningum og hjartasjúkdómum og starfar á lyflœkningadeild Landspítalans. hvaða sjúkdómar eru líklegastir í hans aldursflokki og hverjir ólíklegir. I. SJÚKDÓMAR í HJARTA OG ÆÐAKERFI A. Bráö kransœðastífla B. Hjartaöng C. Gollurshússbólga D. Flysjun á ósœð E. Míturlokugúlpur 1-A. Bráð kransœðastífla (Infarctus myocardii acutus) Þar sem hjartað er miðlínulíffæri fósturfræðilega séð er algengast að verkur frá hjarta sé miðlægur. V erkur vegna bráðrar kransæðastíflu er oftast staðsettur undir bringubeini, en er yfirleitt nokkuð dreifður og sjúklingar nota gjarnan lófann eða hendina alla til að staðsetja verkinn, en benda ekki á hann með fíngri eins og algengt er hjá sjúklingum með verki frá stoðkerfí.Verkinn leggur oft þvert yfir brjóstið framanvert og gjaman upp í háls og kjálka. Einnig er algengt að verkinn leiði útí handleggi, oftar þann vinstri, og þá gjarnan ölnarlægt niður í 4. og 5. fíngur. Fyrir kemur að verkurinn liggur í bakinu á milli herðablaða eða á uppmagálssvæði (epigastrium), en það er sjaldgæfara (mynd 1). Sérkenni verks vegna kransæðastíflu eru ekki síður mikilvæg en staðsetning verksins. Þegar sjúklingar lýsa þessari tilfínningu er algengt að þeir noti orð eins og þyngsli, kökkur, sviði, þrýstingur eða herpingur frekar en sár stingverkur. Algengt er að um leið og sjúklingar lýsa verknum þá kreppa þeir hnefann yfir þeim stað sem verkurinn er til þess að lýsa þessari tilfínningu betur. 80 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.