Læknaneminn - 01.04.1994, Page 117

Læknaneminn - 01.04.1994, Page 117
framleiða ákveðin efni, en ekki er um að ræða neinar erfðabreytingar á mönnum, sem neyta þessara efna. A öðrum sviðum gentækninnar, sem tengjast læknavísindum, er hins vegar um að ræða öflun upplýsinga á og hugsanlega breytingu eða meðhöndlun genanna í manninum sjálfum. ERFÐASJÚKDÓMAR OG KEMBLLEIT Vitað er um u.þ.b. 4-5000 erfðasjúkdóma , en af þeim eru um 1500 alvarlegir, og búið er að ákvarða gen þau, sem valda um 200 þeirra. Erfðasjúkdómur („genetic disease“) er sjúkdómur, sem stafa af göllum í genum, t.d. vegna þess að einstakir níturbasar eru afbrigðilegir eða ákveðin gen vantar eða er raðað á annan hátt en eðlilegt er. Auðveldast er að greina og meðhöndla erfðasjúkdóma, sem stafa af galla á einstöku geni. Meðal sjúkdóma, sem unnt er að greina með DN A prófunum, má nefna hypercholesterolemia, Huntington’s chorea, neurofibromatosis, cystic fibrosis, phenylketonuria og haemophilia. Prófunin byggist venjulega á því, að DNA prufa, sem er oftast annar helmingur DNA-keðju, er látin tengjast DNA sameind sjúklingsins. Fjöldarannsókn, sem gerð er á einstaklingum með sérstaka erfðagerð (genótýpu) með það fyrir augum að ákvarða, hvort ákveðið gallað gen er fyrir hendi eða ekki hjá þessum einstaklingum, er kölluð „erfðafræðileg kembileit“ („genetic screening“). Slíka kembileit má framkvæma á einstaklingum eftir fæðingu (,,postnatal“) eða fyrir fæðingu, þ.e. á fósturskeiði (,,prenatal“). Ef erfðagalli finnst á fóstri geta menn undir vissum kringumstæðum talið réttlætanlegt að eyða fóstrinu. Erfðafræðileg kembileit getur haftþað að markmiði að athuga, hvort menn gangi með ákveðin gölluð gen, er geta valdið arfgengum sjúkdómi, eða gen, sem tengjast einhverjum ákveðnum sjúkdómi, svo sem kransæðastíflu eða tiltekinni tegund krabbameins, með ákveðinni fylgni. Einnig erhún stundum notuð af sjúkratryggingafélögum. í Bandaríkjunum er t.d. skylda í sjö ríkjum að gangast undir kembileit þar sem leitað er að genum er valda sigðkornasjúkdómi, og erþetta liður í viðleitni heilbrigðisyfírvaldaþartil að draga úr áhrifum þessa sjúkdóms. Greinarmunurinn á læknisfræðilegri rannsókn á einstaklingi og kembileit er einkum sá, að ástæðan fyrirrannsókninni er umleitan einstaks sjúklings, en kembileit á sér hins vegar stað fyrir ti lsti 1 li hei lbrigðisyfírvalda með það fyrir augum að rannsaka heilan hóp einstaklinga. Líta má á kembileit siðferðislega út frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar er kembileit hentugt tæki til ýmiss konar forvamarstarfs og getur þannig sparað þjóðfélaginu ómældan kostnað í heilbrigðisþjónustu. Hins vegar má líta á kembileit frá sjónarhóli einstaklingsins, sem hlýtur að taka tillit til þess að hún snertir möguleikann á því að hann eða þeir sem næst honum standa séu með einhvern alvarlegan sjúkdóm. Afstaða einstaklingsins þarf ekki endilega að vera í samræmi við hugmyndir heilbrigðisyfírvalda um það, hversu æskileg kembileit er. Skoðamá kembileitmeðnytjahyggjuaðleiðarljósi og íhuga, hversu góðar afleiðingar hennar verða að öllum líkindum þegar á heildina er litið. Heilbrigðisyfírvöld lítagjarnanáhanaþessumaugum og undirstrika, hversu mjög hún getur stuðlað að almannaheill. Hins vegar líta þau stundum framhjá ákveðnum grundval larreglum, sem skylduboðssiðfræðin leggur áherslu á, eins og t.d. virðingu fyrireinstaklingnum og sjálfsákvörðunarrétti hans. Kembileit getur hugsanlega haft ýmsar slæmar afleiðingar í för með sér, sem taka verður með í reikninginn þegar réttmæti hennar er kannað. Þannig er oft ekki hægt að ákvarða með 100% vissu, hvort einstaklingur hefur eitthvert gen, sem stendur í orsakarsambandi við sjúkdóm, og ekki þarf heldur að vera 100% öruggt, að genið hafi þennan sjúkdóm í för með sér. Því er hugsanlegt, að kembileit leiði til þeirrar niðurstöðu, að einstaklingur sé í áhættuhóp jafnvel þótt svo sé í raun alls ekki, eða öfugt, að einstaklingur sé ekki í áhættuhóp jafnvel þótt hann sé það í raun og veru. Fyrri niðurstaðan getur eyðilagt líf einstaklingsins og framtíðarvonir, en sú seinni getur veitt honum falskt öryggi og komið í veg fyrir að hann hagi lífí sínu þannig að hann leiti sér lækninga á sjúkdómnum eða reyni að draga úr áhrifum hans. Einnig verður að taka tillit til nánustu aðstandenda einstaklingsins og áhrifa niðurstöðunnar á lífþeirra. Samkvæmt meðmælum danska siðaráðsins verður að upplýsa einstakling um eftirfarandi þætti, þegar honum er boðið að taka þátt í kembileit: IJm markmið könnunarinnar, takmarkaniroghugsanlegartúlkanir; um möguleika á meðferð, ef sýnt hefur verið fram á að maður gangi með erfðasjúkdóm eða hafí gen sem leiða til slíks sjúkdóms; um siðfræðilegar hliðar málsins; LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.