Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 124

Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 124
GENALÆKNINGAR - Yfirlitsgrein - Garðar Sigurðsson INNGANGUR FRAMÞRÓUN á sviði erfða- og frumulíffræði hefur verið mikil síðastaáratuginn. I kjölfaraukinnar vitneskju á þeim sviðum hafa komið nýir meðferðarmöguleikar og sá nýjasti er genalækningar. Er þá heilbrigt gen sett inn í frumur þar sem genið vantar eða er gallað. Fyrir þremur árum var fyrsta vel heppnaða tilraunin gerð á mönnum og nú hafa fleiri tilraunir fylgt í kjölfarið. Einkum hefur verið notast við retroveirur til genaflutninga. Eru markfrumur (oft úr blóðmerg) teknar úr einstaklingnum, þar næst eru þær meðhöndlaðar með retroveirum sem innihalda heilbrigt gen og loks er frumunum skilað til baka (mynd 1). Þetta hefur hins vegar aðeins gefið tímabundinn bata og sjúklingar þurft endurteknar meðhöndlanir. Markmiðið er að hægt verði með einni inngjöf á genaferju að lækna suma sjúkdóma varanlega. Þeir sjúkdómar sem hafa helst komið til greina eru sjaldgæfir eingena sjúkdómar, eins og adenosine deaminase skortur. En með aukinni þekkingu eru menn farnir að gera sér vonir um að geta meðhöndlað ijölgenasjúkdóm eins ogkrabbamein eða jafnvel smitsjúkdóma eins og alnæmi. SAGA GENALÆKNINGA í lok sjöunda áratugarins fóru menn fyrst að hugleiða möguleikann á genalækningum, en sú hugmynd kom fram þegar uppgötvuð vari veira sem gat valdið krabbameini með því að innleiða eigið gen Höfundur starfar sem aðstoðarlœknir á Borgarspítala. í genamengi frumu. Árið 1973 varð ljóst að hægt væri að framleiða veirur sem gætu flutt gen inn í frumur (1 - 2). Fyrsta tilraun ti 1 genalækninga átti sér stað skömmu síðar. Dr. Stanfield Rogers reyndi að aðstoða þýskan lækni við að meðhöndla þrjár systur sem þjáðust af arginínemiu, en sjúklinga sem þjást afþeim sjúkdómi vantar ensímið arginasa og veldur það uppsöfnun á arginíni í blóði og mænuvökva. Uppsöfnunin veldur ýmsum taugaeinkennum meðal annarra mikilli greindarskerðingu. Þekkt var að Shope papilloma veiran olli aukningu á arginasa í frumurækt. Reyndu þeir að meðhöndla stúlkumar með veimnni en án árangurs. Þessi tilraun var framkvæmd fyrir tíma eftirlitsnefnda (Institutional Review Boards) (3). Nokkrum árum síðar reyndi Dr. Martin Cline, sem var yfirlæknir í blóðmeinafræði við UCLA, einnig við genalækningar. Flann ætlaði sér að meðhöndla tvo evrópubúa með alvarlegt form af thalassemiu. Tók hann beinmerg úr þessum einstakl ingum og reyndi að setja DN A með eðlilegu hemóglóbin geni í stofnfrumur rauðra blóðkorna, ásamt því sem hann geislaði sjúklinginn til að losna við aðrar blóðmyndandi mergfrumur. Tilraunin misheppnaðist en olli þó ekki skaða á þessum sjúklingum. Dr. Cline framkvæmdi þessa tilraun tveimur dögum áður en úrskurður eftirlitsnefndar fékkst. Hún hafnaði aðferð hans við þessa tilraun og var tilraunin því algjörlega ólögleg. I kjölfarið fylgdi mikil og neikvæð umræða meðal almennings um genalækningar. Var það mál manna að virkt eftirlit þyrfti að vera með þessum tilraunum ogaðvíðtækariforrannsóknirværu nauðsynlegaráður en tilraunir hæfust á mannskepnunni. Dr. Cline neyddist til að segja af sér og hætta rannsóknum um tíma, en er nú aftur farinn að stunda rannsóknir. Þær 114 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.