Læknaneminn - 01.04.1994, Side 153

Læknaneminn - 01.04.1994, Side 153
Verður það notað hér eftir í þessari samantekt í samræmi við þá hefð. Algengi Rannsóknir ýmissa hópa á algengi PSD benda til þess að það sé 30-50% á fyrstu mánuðunum eftir áfallið. Efri mörkin eiga fremur við um inniliggjandi sjúkiinga en þau neðri um göngudeildarsjúklinga. Þær rannsóknir sem skilja á milli sjúklingameð djúpa og væga geðlægð benda til þess að hlutföll þeirra séu nokkurn veginn jöfn i þessum sjúklingahópi (Starkstein og Robinson 1989 til yfirlits). Einkennafrœði og greining Helstu einkenni djúprar geðlægðar hjá PSD- sjúklingum eru depurð, kvíði, spenna, áhugaleysi, einbeitingarskortur, svefnröskun með árvöku, lystarleysi, þyngdartap og dauðaóskir eða sjálfsvígshugmyndir. Rannsókn sem bar saman 43 PSD-sjúklinga og43 samanburðarsjúklingaþarsem sjúklingar í báðum hópum uppfylltu skilmerki DSM- III um djúpa geðlægð sýndi ekki marktækan mun á einkennafræði þessara tveggja hópa (11). Helstu einkenni vægrar geðlægðar hjá PSD- sjúklingum eru depurð, svefnröskun, framtaksleysi, einangrun, einbeitingarerfiðleikar, áhugaleysi, svartsýni, skapstyggð og viðkvæmni. Ferill þeirra sjúklinga er líkur ferli samanburðarsjúklinga með greininguna dysthymia, þar sem persónuleikaþættir virðast vega þungt í meingerðinni. Eftirfylgd Dj úp geðlægð gengur yfir án meðferðar á 1 -2 árum hjá PSD-sjúklingum. Meiri hluti sjúklinga með væga geðlægð er á hinn bóginn enn þunglyndur 2 árum eftir heilablóðfallið. Nýleg rannsókn sýndi að þunglyndi og félagsleg einangrun drógu marktækt úr lífslíkum PSD-sjúklinga á fyrsta áratug eftir heilablóðfall (12). I rannsókn Starkstein et al. (13) virtist vera fylgni milli varanleika þunglyndiseinkenna og skemmda á svæði arteria cerebri media samanborið við skemmdir i heilastofni eða litla heila. Ahœttuþœttir - leit að orsakatengslum Staðsetning og stærð skemmdar. Rannsóknir Robinsons og félaga hafa rennt stoðum undir að djúp geðlægð hafi aðeins marktæka fylgni við skemmdir í vinstri framheilaberki eða basal ganglia (3). Samkvæmt niðurstöðum þeirra aukast áhrifín eftir því sem skemmdin liggur nær framenda heilans. Væg geðlægð (dysthymia) reyndist ekki hafa slíka fylgni. I öðrum rannsóknum hefur einnig komið fram fylgni milli þunglyndiseinkenna og skemmda í hægra framheilaberki eða í framheilaberki óháð heilahveli (14). Rýmun á heilavef neðan heilabarkar ("subcortical atrophy"-sem hefur þá oftast átt sér stað fyrir heilablóðfallið) virðist vera áhættuþáttur fyrir PSD. M.a. hefurkomið framhátthlutfall skemmdaí heilavef neðan heilabarkar hjá PSD-sjúklingum miðað við samanburðarhóp sem ekki var með merki geðlægðar eftir heilablóðfall. A.m.k. fimm rannsóknir hafa athugað þátt stærðar skemmdar á þróun PSD. Hafa tvær sýnt fylgni við stærð, tvær enga fylgni, en sú fímmta sýndi aðeins fylgni ef skemmdin var í hægra heilahveli (14). Líkamleg fötlun. Margar rannsóknir hafa metið þátt líkamlegrar fötlunar í tilurð PSD. I flestum þeirra hafa ekki komið fram tengsl milli ADL-mats (geta til athafna daglegs lífs) og PSD fyrstu mánuðina eftir áfallið. A hinn bóginn virðist veruleg líkamleg fötlun annaðhvort viðhalda þunglyndi PSD-sjúklinga eða trufla verulega endurhæfingu þeirra miðað við samanburðarhóp. Nýleg og vönduð íf amsýn rannsókn sýndi að þótt hópur PSD-sjúklinga væri sambærilegur við samanburðarhóp m.t.t. taugasjúkdómagreiningar, lýðfræðilegra þátta, truflunar á skilvitund, staðsetningar og stærðar heilaskemmdar, ADL-mats og félagslegrar virkni á fyrstu mánuðum eftir heilablóðfallið, þá fylgdu hóparnir ekki sömu endurhæfíngarferlum (15). Tveimur árum eftir áfallið voru sjúklingar sem höfðu verið greindir með þunglyndi strax í spítalalegunni mun skemur komnir en aðrir við að ná valdi á athöfnum daglegs lífs, líkamlegri fæmi reyndist vera lakari og taltruflun meiri hjá þeim en samanburðarhópnum. Greindarskerðing og truflun á skilvitund. Meiri röskun verður á skilvitlegri getu PSD-sjúklinga ("cognitive deficits") en skýrt verður út frá heilaskemmdunum einum. Þegar bomir em saman hópar með sambærilegar skemmdir skv. sneiðmyndatöku skorar geðlægðarhópur mun lægra en samanburðarhópur í taugasálfræðilegum prófum s.s. MMSE (16). Stærð heilaskemmdar og geðlægðareinkenni reyndust sjálfstæðir áhættuþættir LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 139
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.