Læknaneminn - 01.04.1994, Síða 156
rannsókna sem bera þá lyfj aflokka saman við þríhringa
lyf og raflækningar. Á þingum, s.s. á ársþingi
öldrunargeðlækna í Berlín 1993, hefur þó nokkuð
verið fjallað um niðurstöðurrannsókna seni eru í gangi
og bera nýju geðdeyfðarlyfín saman við lyfleysu og
þríhringa samanburðarlyf s.s. ímípramín. Mikið verk
er því enn óunnið á þessu sviði þótt spennandi
niðurstöðurséuífarvatninu. Fræðilegahafanýju lyfin
ýmsakosti vegnaminni hjáverkana. Líkuráoflágum
blóðþrýstingi og óráði eru minni en af eldri lyfjum. Á
þetta hafa mætir menn s.s. Feighner og Tiller bent í
ræðu og riti (31).
Truflun á tjáningu tilfinninga
Mikilvægt er að greina geðslagstruflun ("mood
disorder") frá því ástandi sem kallað er
"emotionialism" (32). Ástandið lýsir sér sem aukin
tilhneiging til gráturs eða hláturs (sjaldnar).
Sjúklingurinn grætur/hlær endurtekið og jafnvel
hömlulaust við minnsta áreiti og án þess að gráturinn/
hláturinn endurspegli líðan hans. Um eins konar
vanstjórn á tjáningu tilfinninga er því að ræða en ekki
eiginlegt þunglyndi/örlyndi, þótt ástandið geti
vissulega fléttast saman við geðslagstruflun.
Meðferðin fellst í fræðslu og hughreystingu fyrir
meiri hluta sjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt notagildi
atferlismeðferðar á þetta fyrirbæri. Geðdeyfðarlyf i
litlum skömmtum, t.d. nortryptilín, ímípramín eða
amitryptilín 50-100 mg á dag, hafa reynst ágætlega
við slíku ástandi (33). Nýlega hefur verið sýnt fram á
notagildi SSRI-lyíja við skertri tilfinningastjórn eftir
heilablóðfall (34).
Að síðustu er rétt að ítreka að þegar þunglyndi
herjar á sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall með
líkamlegri fötlun og brottfallseinkennum frá heila-
og taugakerfi, ætti að beita öllum ráðum til að
meðhöndlaþunglyndið. Meðhöndlungeðdeyfðarinnar
er ein forsenda þess að endurhæfing nýtist
sjúklingunum sem skyldi.
Áhrif PSD á lifun eftir heilahlóófall
Nýbirt rannsókn færir rök fyrir því að PSD hafi
veruleg áhrifá lífslíkur eftir heilablóðfall. Þarvar 103
sjúklingum skipt í 2 hópa á árunum 1979-1981 með
hliðsjón af því hvort þunglyndiseinkenni komu fram
í spítalalegunni og gögnum safnað 10 árum síðar um
afdrif þeirra. Gögn fundust fyrir 91 af 103. Af þeim
höfðu 48 látist á tímabilinu. Þeir sem höfðu verið
greindir í spítalalegunni með djúpa eða grunna geðlægð
voru rösklega þrefalt 1 íklegri en aðrir til að hafa látist
á tímabilinu. Verst voru afdrif þunglyndra sjúklinga
sem áttu fáa eða enga að, en 90% þeirra höfðu látist
(12).
Teitgsl "þögulla " heilaskemmda ("infarcta ")
við geölœgð hjá miðaldra og eldri horgurum
í nýútgefinni japanskri rannsókn var hlutfall
þögulla heiladrepa athugað hjá 56 einstaklingum sem
áttu það sameiginlegt að hafa fyrst fundið fyrir
þunglyndiseinkennum eftir 50 ára aldur og hafa lagst
inn á geðdeild í Hiroshima til þunglyndismeðferðar
(djúpgeðlægðskv. DSM-IIIR). Allirvorurannsakaðir
með segulómun af heila. Þögul heiladrep reyndust
vera til staðar hjá 54% þeirra sem voru orðnir 65 ára
og höfðu fyrst veikst af þunglyndi á miðjum aldri, en
hjá öllum sem veiktust fyrst af þunglyndi eftir 65 ára
aldur (35).
ÖRLYNDI AF VÖLDUM HEILABLÓÐ-
FALLS - POSTSTROKE MANÍA (PSM)
Örlyndi er sjaldgæfur fylgifiskur heilablóðfalls.
Vart er að finna annað en lýsingar á nokkrum tilfellum
í hverri þeirra greina sem birst hafa um PSM.
Einkennafrœði
Klínísk einkenni PSM virðast vera sambærileg
einkennum örlyndis hjá öðrum örlyndissjúklingum-
s.s. hækkað geðslag, aukinn talþrýstingur, lausbeislað
hugarflug, mikilmennskuhugmyndirog svefnröskun
í fallandi röð (36).
Upphafog eftirfylgd
Lengi var talið að flestir þeirra sjúklinga sem
fengju PSM yrðu örlyndir flj ótlega eftir heilablóðfallið
(37). Shukla og félagar birtu hins vegar árið 1987
grein þar sem fram kom að meðaltímalengd frá
heilablóðfalli að PSM var tæp 3 ár hjá 20 PSM
sjúklingum (38). Þriðjungur þeirra sjúklinga virtist
uppfylla skilyrði geðhvarfasjúkdóms.
Tengsl staðsetningar og meingerðar
Flestir PSM-sjúklinga, sem getið hefur verið í
greinum hafa hlotið skemmdir á limbíska kerfinu eða
tengdum svæðum, langoftast hægra megin. Þó fær
aðeins lítill hluti sjúklinga sem hlýtur heilaskaða á
þessum svæðum örlyndiseinkenni síðar meir.
142
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.