Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 34
36
FRÉTTIR.
Damnurk.
í fyrra kom foríngi Bændavina á þjóbþínginu, J. A. Hansen, meí>
ávarp til konúngs, er hann vildi fá í hendr forseta, til ab færa kon-
úngi; en forseti kvabst eigi geta flutt konúngi slíkt ávarp, og varö
því ávarp þetta aptrreka. í ávarpinu var farib fram á, ab stjórnin
breytti uppteknum hætti, ab konúngr tæki alríkisskrána úr lögum,
ónýtti skerbíngargreinir grundvallarlaganna 29. ágúst 1855, en
gerbi grundvallarlögin 5. júni 1849 óskert aptr ab lögum. En í
ástæbum ebr inngangi ávarpsins var heilmikil skænska, var þar kvart-
ab yfir bréfi Seheles hinu andskænska 20. febr. 1857, og annab
fleira. A þeim tíma og langt fram á sumar voru Bændavinir hinir
áköfustu Skæningjar, og vildu því eigi láta ávarp sitt nibr falla; á
álibnu sumri, þá er þeir höfbu safnab 8074 nöfnum uudir ávarpib,
fóru þeir til og bábu sér lofs, ab færa konúngi ávarp sitt; en þeim
var synjab þess. Síban hefir ekki borib á skæningskap í Bændavinum.
Annarr atburbr gjörbist sá í sumar, er Skæníngjum varb meiri fagn-
abr ab; var þab samkoma ein í Kaupmannahöfn til ab ræba heil-
brigbismál. Sóttu fund þenna menn úr Svíþjób og Noregi, en eigi
víbar ab úr útlöndum, og því var hann einkum skænskr kallabr. En
er sumri tók ab halla og sól fór ab lækka, hefir heldr dregib af
Skæningjum; voru þá og margar fagrar vonir þeirra þegar signar
til vibar. Stjórnin var jafnt og þétt ab slaka til vib þjóbverja, en
hélt þó jafnframt fast á alríkinu; Holsetar voru ab teygja sig úr
hrukkunum og terra upp höfubib, og nú áttu þeir ab fá alríkisskrána
til ab fjalla um; sú von var því úti, ab geta losast vib þá; en þó
var þab hvab þýngst, ab nú var fæddr sonr i Svíþjób, arfborinn til
ríkis, svo eigi var framar þess ab vænta, ab danskr konúngsson mundi
setjast þar í hásæti. Svona hafa nú margar vonarstjörnur horfib af
himni Skæníngja, en hvort abrar renna aptr upp í þeirra stab, til ab
lýsa þeim langt fram á ókomnum öldum, þab hefir tíminn enn fólgib
í skauti sinu.
Frá
S v í ii m.
Svíar gengu loksins af þíngi 10. dag marzmánabar 1858, og
höfbu þeir ]>á setib á þingi alla stund frá því 23. október 1856,