Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 35
Sviþjóft.
FRÉTTIR.
37
e&r í rúman hálfan seytjánda mánuí). j>afe er nú hvorttveggja, aí)
Svíar koma eigi til þíngs optar en þriíija hvert ár, enda hafa þeir
þá mörg málefni um a?) ræ&a og eru manna þaulsætnastir. þessi
hin langa þíngseta er þó eigi sprottin af málasafna&i einum , heldr
er málatilbúna&r allr þar svo seinlegr, fyrir þá sök a& þíng þeirra er
fjórskipt; er því hvert mál rætt í þíngnefndum og í öllum fjórum
deildum minnst, og svo enn, ef tvær deildir eru me& málinu , en
tvær í móti, gengr máli& aptr til þíngnefndar, sem þá er aukin
þíngmönnum úr öllum deildunum á&r hún leggr sí&ustu hönd á
máli&. Auk |)essa eru umræ&urnar í þíngnefndunum og í þíngdeild
hverri miklu flóknari, margbrotnari og langdregnari, en vanalegt er á
þíngum hjá ö&rum þjó&um. í einni deild þíngsins eigu allir herra-
menn e&r a&alsmenn sæti, þeir eru allir sjálfkjörnir; flestir þeirra
eru handgengnir konúngi og sitja í æ&stu embættum, þeir eru hinir
æ&stu dómarar, valdsmenn, hersforíngjar og hershöf&ingjar; deild
þessi er fjölskipu&ust, ef allir sækja þíng, þeir er þíngsetu eigu. I
annari deild þingsins sitja biskupar allir og hinir æ&stu klerkar.
í hinni þri&ju deild sitja kaupangsbúar, er au&ugir gar&sbændr,
kaupmenn og i&na&armenn í kauptúnum hafa kosið; námeigendr hafa
og átt rétt á a& kjósa fimm menn í deild þessa, því járnnámarnir
og málmtökin hafa þótt vera skyldust iðna&i og verzlun; deild þessi
hefir verið fámennust. I fjór&u deildinni sitja bændr, 122 a& tölu,
og er deild þessi vanalega Qölmennust. Nú var þa& tekið í lög á
síðasta þingi, a& hverr gar&sbóndi og búandi ma&r í kauptúnum
skyldi kjósa mega þíngmann, og er því kosníngarréttr bæjamanna
stórum aukin. Bændadeildin varð slyppifengari; hún haf&i enn sem
optar bei&zt þess, a& hún fengi sjálf a& kjósa skrifara sinn, er hún
hefir eigi mátt a& undanfórnu; bei&ni hennar ná&i fram a& ganga á
þínginu og komst því til eyrna konúngi, en honum leizt a& synja
um bænheyrsluna. þíng Svía hefir jafnan fengi& or& á sig fyrir
sparsemi í fjárframlögum til flestra fyrirtækja og málefna ríkisins;
hefir j)íngi& eflaust átt miklar þakkir skilið af öllum landsmönnum
fyrir þa&, a& þa& hefir afstýrt miklum og margföldum óþarfa kostn-
a&i á fyrri timum, þá er varla var hugsað um önnur málefni og
ekki þótti annað ríkisnau&synjar, en a& skreyta hallir konúnganna
og færa saklausum þjóðum stríð á hendr, til a& svala hégómagirni.