Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 23
Damnörk.
FRÉTTIK.
25
brugbizt, heldr hafi þær langtum fremr eggjaí) dönsku stjórnina á
aí> hlibra til og stilla vandræhin, hvort sem þeim nú hefir þótt, ab
þjóbverjar hefbi réttara a& mæla en Danir, ebr eigi.
Nú er þá alríkisskráin fallin í mola, stjórnarskrá Holseta er
komin í vibgerb og grundvallarlög Dana standa meb stórgloppum,
er engar bætr verba á lagbar. Alríkisskráin var lengi í smíbum,
frá þvi 28. janúar 1852 og til þess hún var fullgjör 2. október
1855, ebr í full þrjú ár og átta mánubi; en þó hélt hún eigi lengr
en til 8. nóvember 1858, er hún var tekin í sundr aptr, ebr i
þrjú ár og 37 daga. En menn munu nú segja: ,,Eptir eru
hendr Hrólfs, þótt af sé fætrnir; alríkisskráin er enn eigi ónýt,
hún er enn lög í Danmörk og Slésvik, á Færeyjum, á Grænlandi
og Vestreyjum, og þá er þó mikib eptir”. þessir menn geta borib
fyrir sig auglýsínguna 8. nóvember 1858, er nú var getib; en þess
verbr og ab gæta, ab alríkisskráin var og á því ab vera stjórn-
arlás alríkisins, en eigi Danmerkr og Slésvíkr eingöngu; í henni
stendr og (sjá 57. gr.): (lEkki er lögmæt samþykkt alríkisjiíngs-
ins á lagafrumvörpum þeim, er breyta alrikisskránni, nema ab
minnsta kosti sé | þíngmanna á fundi”, o. s. frv. þab virbist
því, ab alríkisþíng, sem kosib er til einúngis úr Danmörku og
Slésvík, geti eigi rætt alríkismál framar, því samkoma þeirra manna
er eigi alríkisþíng, heldr Danmerkr og Slésvikr þing; þab virbist
og, sem örbugt mundi ab fá samkomu þá til ab gjöra breytíng á
alríkisskránni, því alríkisþingmenn Danmerkr og Slésvíkr eru réttir
J af öllum þíngmönnum, ebr 60 af 80 alls, og má þá engan vanta
til þess ab samþykkt þíngsins geti lögfull orbib, þótt þíngib annars
ætti vald og rétt á ab gjöra lögbreytíng. En vér skulum eigi leiba
neinar getur ab þessu máli; stjórnin mun geta einhvern veginn leyst
þenna hnút, hún hefir leyst svo marga, sem eigi sýndust óþéttar
ribnir, og hún verbr ab leysa hann brábum, eigi síbar en fyrstu
mánubina af árinu 1860, og þess er skammt ab bíba. Margt getr þó
ab borib þangab til, er bæbi getr gjört lausnina erfibari og greibari,
því nú eigu Holsetar eptir ab ((bera upp óskir sínar og bænir um lög-
samband þeirra og alríkisins”; þeir eigu eptir ab hlaba ofan á horn-
steina þá, er standa í auglýsíngunni 28. jan. 1852, er ein hefir
komizt af heil og ósködd, sem örk Nóa úr syndaflóbinu; þeir eigu