Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 110
112
FRÉTTIR.
TUÍaslaml.
af tekií) eSr breytt á þann hátt, afe bólfestíngjar megi fara frá leigu-
landi og setja bú á landi annars manns, ebr búa hvar þeir vilja
sem abrir leiguli&ar. En margt stendr fyrir góbum framgangi þessa
máls. Landeigendrnir eigu ab halda öllum gjöldum uppi fyrir hönd
bólfestíngja, þeir gjalda skatta alla og skyldur af leigulöndum; þeir
leggja liö til, bæÖi til landhers og skipaliös; þeir hafa lagt meir en
helmíng af öllum bólfestíngjum ebr fullar 13 miljónir ab veÖi fyrir
397,879,459 rúfla1 ; svo eigu þeir og aÖ lögfullu allan vinnuarö
bólfestíngja sinna, sem eigi er lítill. Rússa keisari getr nú eigi
gefiö þeim upp veÖib, hvaö þá heldr greitt þeim fé úr fjárhirzlu
ríkisins til lausnar bólfestingjum, því sá er stjórnarháttr á Rússlandi,
aÖ ríkiÖ má aldrei bíba einskildíngs halla í vibskiptum vib sína menn,
og þessi lög má keisarinn eigi brjóta; hefir hann því orbib ab leita
lags og fá landeigendr meb góbu til ab leysa vandræbin. Landeig-
endr hafa víbast gjört góban róm ab máli þessu, og rætt meb sér
hvernig þeir mætti því fram fylgja; hafa og nokkrir þeirra gjörzt
hvatamenn hinna og gefib bólfestíngja sína frjálsa, en eigi hefir
Jiessu máli enn framgengt orbib nema í einstökum hérubum á Rúss-
landi og Pólverjalandi, og víbar í löndum Rússa æru eigi bólfest-
íngjar þessir til. í öbrum greinum hefir Alexandir keisari lýst því,
ab honum er annt um ab siba land sitt og koma því upp, hann
lætr leggja járnbrautir í ákafa um landib, og standa Englendíngar
fyrir verki því, sem víbast annarstabar; hann hefir og nýlega gjört
verzlunarsamníng vib Englendínga næsta frjálslegan, og annan vib
Prússa, er eflaust munu mjög efla kaupskap og ibnir í landinu.
Jafnframt þessu heldr Rússa keisari uppi hernabi sínum vib Sérkessa
og brýtr lönd þeirra undir sig; en fyrn eru þab og fádæmi, hversu
lengi svo fámenn þjób fær varizt ofrefli Rússa, er leggja allan
hug á ab vinna land þeirra. Rússar auka og veldi sitt jafnt og
þétt í Austrálfu, og er þab sýnt, ab þeir hugsa sér eigi ab hætta
fyrr en þeir fá lagt undir sig allan norbrhluta Austrheims og aukib
vald sitt hjá Persum og Kínverjum og öbrum þjóbum, þeim er
þar byggja.
í) Rúfull er jafn 1 rd. 41 sk., þab er silfrpeníngr og skiptist hann i 100
kópeka, þab eru koparpeníngar.
f