Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 86
88
FRÉTTIli.
Frakkland.
lyndan mann, eptir því sem gjöra er á Frakklandi. Sí&an hefir
margt breyzt fremr til batnabar á Frakklandi; heldr hafa sézt merki
þess, a& rithöfundar hafi eigi verib eins rígbundnir og lafhræddir
ab segja þa& sem þeim bjó í brjósti, ef þa& var eigi um of fjarstætt
hugsunum og rá&um keisarans, og jafnframt sagt me& þeirri varú&
og því au&mjúka trúna&artrausti á óbrig&ulum vísdómi keisarans og
umbyggju hans fyrir velfer& landsins, er skyldan bau& þeim a& varpa
sem ö&rum huli&shjálmi yfir or& sín og hugsanir.
þá er rá&gjafaskiptin ur&u á Englandi í fyrra, og er Persigny,
sendibo&i Frakka í Lundúnum, sá, a& hann gat engu áorka& vi&
hina nýju rá&gjafa, og eigi var a& húgsa til a& fá lagt frumvarp
fram í málstofunni um hegníng samsærismanna, ba& hann um lausn,
fékk hana og sneri sí&an heim til Frakklands. Persigny haf&i gjört
sér vísa von um, og þa& eigi ástæ&ulaust, a& hann mundi geta fram
komi& vilja sínum og keisarans; en er sú von brást me& öllu, þá
var eigi anna& úrræ&i fyrir hann en hverfa heim aptr vi& svo búi&.
Napóleon setti aptr í hans sta& Pelissier, hershöf&íngjann mikla frá
Krím og hertoga af Malakof; var þa& næsta kynlegt, a& hann
skyldi kjósa til þessa fri&arerindis frægan hershöf&íngja, vanan
orustum en óvanan stjórnbréfaskriptum og ófró&an um öll þau mál-
efni, er hann nú skyldi stýra, enda léku á því margar getur,
hvers vegna Napóleon skyldi einmitt þenna mann til kjósa en engan
annan, þar sem hann átti þó völ á svo mörgum hæfari mönnum til
þessa starfa. Menn gátu þess til, a& hann hef&i me& þessu viljaö
sýna Englum í tvo heimana; hérna sæi þeir hertogann af Malakof,
er tók vígi þetta meb svo mikilli hreysti af Rússum, þá er Englar
ur&u a& hopa frá Redaninum vi& illan leik, hérna sæi þeir mann-
inn, er væri sönn ímynd Frakka hers og herveldis Napóleons keisara.
Eigi er liklegt, a& Napóleon hafi ætla& sér a& ógna Englendíngum
me& þessum manni, e&r hanu hafi eiginlega hugsab sér a& skap-
rauna bandamönnum sínum, e&r sýna þeim hvers þeir ætti von, ef
þeir vildi eigi hafa hægt um sig, því hvorugt var rétt né hyggilega
gjört; en hvort sem nú Napóleon hefir gjört þetta til a& hefna
sín á Englum kurteislega, fyrir þa& er þeir felldu frumvarp Palmer-
stons og sjálfan hann me&, e&r hann hafi viljab sýna þeim hva&
hann ætti undir sér, ef hann vildi stappa fæti sínum á jör&ina, sem