Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 123
Viðbaetir.
FRÉTTXR.
125
borgarmenn hafa stúngií) upp á (sjá 17. bls. ab framan), ]>ví ab
nebri málstofan raskabi [)ó jafnan jafnrétti og sjálfsforræbi lands-
hluta alríkisins. En skyldi nú vera eitt alríkis|)íng, þá yrbi þab ab
vera svo lagab, aS fulltrúar hvers ríkishluta gengi útaf fyrir sig til
atkvæba, og skyldi þá atkvæbi þab er þeir yrbi ásáttir um vera
eitt atkvæbi af fjórum. Nú fyrir því, ab Holsetar þóttust hræddir
um, ab Dana þíng mundi eigi vilja fallast á skipun þessa, þá kváb-
ust þeir eigi vilja halda henni fram, heldr sjá sér eptir öbru rábi,
og þab þóttust þeir finna í auglýsíngunni 28. jan. 1852. Meb því
nú ab þar væri einúngis nefnd alríkisskipun en eigi alríkisþíng, þá
væri rétt þótt fjögur þíng hefbi alríkismál til mebferbar, enda mætti
kalla slíka skipun alríkisskipun; síban eru taldir margir kostir, er
fylgi því ab hafa ekki alríkisþíng heldr ræba öll alríkismál á fjórum
þíngum. þá er og enn vikib til þess, er optlega hefir verib tekib
fram, ab eptir tilskipun 28. maí 1831 hafi þíng Holseta, sem önnur
fulltrúaþíng, haft hluttöku í alríkismálum, og í auglýsíngu 28. jan.
1852 hafi lofab verib, ab þíng hertogadæmanna skyldi fá löggjaf-
arvald í öllum þeim málum, er þíng þeirra höfbu meb ab fara.
I vibaukagrein vib frumvarpib er stúngib upp á, ab konúngr kvebi
nokkra menn, er kosnir sé úr þíngi hvers rikishluta af þíngmönnum
sjálfum, til fundar í Kaupmannahöfn, ef hann svo vill, til þess ab
undirbúa og ræba frumvörp þau, er stjórnin hefir í hyggju ab leggja
síban fram á þíngunum. J>á er og stúngib upp á, ab 7 skuli vera
rábgjafar konúngs, fjórir þeirra i alríkismálum: herlibsrábgjafi, skipa-
libsrábgjafi,' utanríkisrábgjafi og fjárhagsrábgjafi, og svo einn fyrir
Danmörku, annarr fyrir Slésvík og hinn þribi fyrir Holsetaland og
Láenborg; rábgjafi Holseta skyldi hafa fæbíngjarétt í Holsetalandi,
svo og einhverr einn af alríkisrábgjöfunum, rábgjafi Slesvíkínga skyldi
og hafa fæbíngjarétt í Slésvík. Allir embættismenn undir rábgjöfum
hertogadæmanna ebr í hertogadæmunum sjálfum skyldi vera fæddir í
hertogadæmi því, er þeir gegna embætti, ebr hafa öblazt hjá þínginu
heimborins manns réttindi; þó skyldi riddararnir í hertogadæmunum
eiga fæbingjarétt i öllum hertogadæmum jafnt, svo og þeir er ibkab hefbi
lærdóm í Kílar háskóla tvö ár ebr lengr, og tæki síban lærdómspróf |)ar
ebr í Láenborg ebr Slésvik. Láenborg skal hafa fæbingjarétt hinn
sama sem er í Holsetalandi. Til styrktar uppástúngum þessum er þab