Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 46
48
FRÉTTIR.
Noregr.
betr löguí) eptir háttum landsins, svo a& embættismenn þeirra og
íþróttamenn standa eigi á baki hinna. A öllu er |>ab aubséb, hvort
sem litií) er til skóla e&r spítala, félaga e&r sjó&a, til landstjórnar
e&r lagasetníngar, til rita e&r rá&stafana Nor&manna, a& þeir láta
sér annast um a& afkasta sem mestu, er aö gagni megi ver&a, en
snei&a sig fremr mörgum ö&rum hjá óþörfum lærdómsþembíngi og
gagnslausum málalengíngum í ræ&um, ritum og skrifstörfum; þó er
slíkt nú fremr fari& a& ágerast í Noregi, því þeim ver&r þa& á, sem
mörgum öörum, a& semja sig a& háttum aldar vorrar. j)aö hefir
optsinnis veriö tekiÖ fram, hvílíkan áhuga Nor&menn leggi á forn-
fræ&i sina og vora, og aö stórþíngiö veiti til þess stórfé á ári hverju,
og hva& þeir hafi afkastaö. Nú hefir Keyser lokiÖ kristnisögu sinni,
en Múnk er nú á fer&alagi su&r í llóm, til a& kanna þar skjalasöfn
páfa og leita upp páfabólur og önnur bréf, |)au er snerta sögu
Nor&rlauda. StórþíngiÖ veitti honum 1000 spes. árlega til Róm-
fer&ar þessarar. Unger er nú aö láta prenta Flateyjarbók, er Gu&-
brandr Vigfússon hefir skrifaÖ upp fyrir hann eptir skinnbókinni í
konúngsbókhlö&unni í Kaupmannahöfn; hann ætlar og a& gefa út
sögu Karlamagnúsar. Nor&menn halda og áfram Fornbréfasafni sínu,
safni af kóngsbréfum frá dögum Kristjáns þri&ja og enn tveim rit-
söfnum ö&rum; Lange skjalavör&r safnar ö&ru þeirra, og er þa& eigin-
lega framhald af eldra ritsafni (ltil sögu og túngu Nor&manna”;
í safni þessu eru ýmsir dómar, ritgjör&ir og skýrslur, nálega allt frá
17. öld. Hinu ritsafninu stýrir N. Nicolaysen (Nikulásson), löglær&r
ma&r; í ritsafni þessu eru ritgjör&ir ýmsar og þý&íngar eptir Nor&-
menn, frá timum si&abótarinnar og fram í lok 16. aldar, Allar eru
ritgjör&ir þessar skrá&ar á dönsku þeirrar tí&ar. Enn hafa og
Nor&menn komiÖ me& nýtt safn af almúgavísum sínum, sem er rétt-
ara og fullkomnara en söfn þau, er þeir skáldiö Jörgen Moe, Lin-
demann organleikari og Landstaö prestr hafa safnaÖ ; sá heitir Sophus
Bugge, er unniÖ hefir aÖ þessu vísnasafni. Fleiri bækr hafa og
Nor&menn prenta láti&, er lúta a& fornum fræ&um, þótt eigi sé þeirra
hér getiö; en eigi getum vér taliö í þeim flokki danska þý&íngu
eptir P. Múnk á Heimskrínglu Snorra Sturlusonar, því dönsk þý&íng
ætti eigi a& vera fyrir Nor&menn, heldr Dani eina.
Nú er lesendr vorir heyrt hafa, hvílíka stund Nor&menn leggja