Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 100
102
FRÉTTIR.
þar er í nokkur sú grein, er Napóleoni má illa líka. Af þessu er
aubráþib, að frelsi Belga er mikil hætta búin af frakkneskunni, og
þó sumum kunni að þykja það vegr eigi alllítill að rita á frakknesku,
þá hljóta þeir og að játa, að „vandi fylgir vegsemd hverri”; en
sjálfir getum vér varla ofmetið gæði þau, er þjóðtúnga lands vors
hefir í fór með sér.
Frá
Spán vcrjuui.
„Ymsir eigu högg í annars garð” segir máltækið, og sannast
það fullkomlega á Spánverjum. í fyrra steypti Narvaez O’Donnel;
en Narvaez naut eigi lengi sigrs síns, því hann gat eigi ráðið við þíngið
og þíngið heldr eigi við liann, svo að eptir skamma stund stóð allt í
stað. Narvaez lagði þá niðr ráðsmennskuna, og í hans stað kom
Isturiz ráðgjafi og hans ráðunautar. Ráðaneyti þetta var að vísu
fremr frjálslynt og jafnframt reglusamt, en það gat litlu til leiðar
komið, vegna þess að það haföi engan flokk þíngmanna eiginlega
með sér og heldr engan fyllilega á móti sér, því hverr flokkrinn
um sig var um það uggandi, að oddvitar mótstöðumanna sinna
kæmi til valda; ráðaneyti þetta gat því hvorki lifað né dáið , unz
það herti upp hugann og kom fram með frumvarp á þínginu um
lagníng járnbrautar frá Madríð norðr yfir Pýrer.afjöll til landamæra
Frakklands og Spánar. Aðr hafa Spánverjar fengið lagða einúngis
eina járnbraut, er vert sé um að tala. þíngmenn voru mótfallnir
járnbrautinni; var þá annaðhvort að gjöra, að hleypa upp þínginu
eðr fara frá ráðsmennskunni. Ráðgjafarnir gátu eigi orðið á eitt
sáttir, vildu sumir eigi fara frá, en aðrir báðu um lausn; lauk þá
svo, að drottníng kvaddi aptr þrautavin sinn O’Donnel til að fá
menn með sér í ráðaneyti. O’Donnel gjörði sem drottníng vildi,
fékk ráðgjafa með sér og tókst honum það greiðlega, er hann nú
aptr seztr í hið efsta ráðgjafasæti og sér þaðan yfir athæfi Spánverja
og umbrot þeirra. Til þíngs skyldi kvatt í desember og þá skyldi
aptr reyna á ráðkænsku O’Donnels, hvort hann gæti gengið svo á
millum allra flokksmanna, að eigi færi sinn í hverja áttina, og
stýrt svo málunum, að einhverju yrði þó framgengt af öllum nauð-