Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 95
Frnkkland.
FRÉTTIR.
97
þess ab landsmenn hafi vilja og atorku til þess aí) vinna fyrir sér sjálfir
og taka sér sjálfir fram. Times fer þeim orbum um rábstöfun þessa:
uEitt vitu vér, og það er, að frelsib er líf og sál nýlendu hverrar;
nýlendur geta að eins staðizt með frjálsri stjórnarskipun. þetta
höfum vér reynt oss í skaða (þá er þeir misstu nýlendur sínar í
Vestráifu, sem nú eru Bandafylkin); þessa reynslu hafa Frakkar opt
keypt dýrum dómum, en þó hafa þeir aldrei orðið að hyggnari.”
í sumar áttu sendimenn frá ríkjum þeim fund með sér í París,
til að ræða um stjórnarskipun Dunárfurstadæmanna, er áðr sátu þar
að friðarsamníngum 1856 (sjá Skírni 1857, 96. bls.). Komu nú til
fundar þessa sendimenn frá Austrríki, Rússlandi, Bretlandi, Prúss-
landi, Tyrklandi og Sardiníu; þessir menn skyldu ræða stjórnarskipun
furstadæmanna og um siglíngar á Duná. þá er ófriðnum var lokið
milli Tyrkja og Rússa, og tilrætt varð um að skipa málum fursta-
dæmanna að nýju, kom Rússa stjórn fram með frumvarp það, að
ein stjórn skyldi vera yfir báðum, og skyldi taka einhvern þýzkan
mann konúngborinn til höfðíngja yfir þau. Tyrkja soldán og Austr-
ríkis keisari voru þessu mótfallnir, og England studdi fremr þeirra
mál; en í móti voru þeir Rússlands keisari og Frakklands keisari.
Nú varð það að sætt á fundinum í París 1856, að soldán skyldi
kveðja menn í furstadæmunum til þíngs og bera málið undir álit
þeirra ; síðan skyldi bera málið undir alla þá, er á Pan'sarfundinum
höfðu verið, ef Tyrkja soldáu gæti eigi komið sér saman við þíng-
menn um stjórnarskipunina. Nú var svo gjört, og urðu þíngmenn
með því, að ein væri yfirstjórn yfir báðum furstadæmunum. A fundi
þessum hinum nýja var hið sama ágreiníngsefni milli Rússa og
Frakka af einni hálfu og Tyrkja og Austrríkis af annarri; en svo
lauk þó, að Frakkar þóttust slá undan, og var það samþykkt, að
hvort furstadæmið um sig skyldi kjósa landstjóra; enginn skyldi
kjörgengr vera, nema hann væri rúmneskr að ætt, 35 ára gamall,
hefði 3000 dala í árstekjur og hefði þjónað háum embættum í
landinu um 10 ára tíma. Greinir þessar voru auðsjáanlega gjörðar
til þess, að Tyrkinn fengi trúa forstöðumenn í þessum undirlöndum
sínum; en síðar mun sagt, hversu það hafi til tekizt.
Menn hafa optlega endrtekið þau orð Montesquieu, er hann bar
fram í bók sinni, er heitir l(Andi laganna”, að dómsvaldið væri eitt af
7