Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 72
74
FRÉTTIR.
England.
láta bába enda eirþrábarins koma vib endana á leibendunum, er
fastir eru í Galvanshlabanum, þá verbr járnskeifan jafnskjótt segul-
mögnub og dregr annað járn að sér; en þá er menn taka annan-
hvorn leiðandann eðr hvorntveggja frá eirþráðunum, þá hverfr þegar
segulmagnið úr skeifunni. Járnskeifa J)essi eðr járnkengr, sem eir-
Jiræðinum er vafið um, er kallaðr rafsegull eðr rafsegulmagni. Uppi
yfir báðinn álmum járnkengsins er sívalt járnkefli, sem fast er í
öðrum enda á vogarstöng, en upp úr hinum enda stangarinnar gengr
oddmjór járnbroddr; uppi yfir járnbroddinum er valtari eðr rifr, og
annarr nebar og nærri útundan stangarendanum ; milli valtara þessara
gengr mjó brefræma, og sé völturum þessum snúib, ))á færist bréf-
ræman til. Nokkur tilfæri önnur eru og viöhöfð til þess að vogar-
stöngin firrist eigi og nálgist eigi um of rafsegulmagnann. Nú
hafa menn Galvanshlaba í Reykjavík, en járnkenginn eirvafða á Akreyri,
sem endar rafsegulþráðanna eru fastir vib, J)á verðr járnkengrinn
segulmagnabr jafnskjótt og hinir endar rafsegulþráðanna eru bornir
við Galvanshlaðann í Reykjavík, en er endarnir eru teknir frá Galvans-
hlaðanum í Reykjavík, þá hverfr jafnskjótt segulmagnið úr járn-
kengnum á Akreyri. Eins er ef send er fregn frá Akreyri til Reykja-
víkr, J)ví sömu tilfæri eru höfð á báðum stöðum, til þess að senda
fréttir og taka við þeim. Menn verða þess skjótt vísir, er segulmagnið
hleypr í járnkenginn, enda skellr járnkeflið þá niðr á álmurnar.
þess verðr enn að geta, að menn hafa gjört sér stafrof, og eru
stafirnir tómir deplar og stryk, t. a. m.: . — er a, —... 6,------.
g------m ... s, o. s. frv. Nú er þá í stuttu máli svo ab farið;
menn láta þráðarendana í Reykjavík snerta Galvanshlaðann, og í
sama vetfangi seguleflist járnkengrinn á Akreyri, sem hinir endar
|)ráðanna eru við fastir; járnkengrinn kippir járnkeflinu í enda vogar-
stangarinnar niðr að sér, og þá hefst hinn endi stangarinnar upp,
svo að járnbroddrinn slæst upp í bréfræmuna; ef nú þráðarendunum
í Reykjavík er kippt snöggt frá Galvanshlaðanum, þá sleppir járn-
kengrinn á Akreyri óðara járnkeflinu, og járnbroddrinn fellr þá um
leið og hefir að eins markað depil eðr krínglótt spor á bréfræmunni;
en sé þráðarendunum eigi kippt snöggt frá, þá rispar járnbroddrinn
bréfræmuna, því rifirnir draga hana með sér, svo ab |>á verðr afiangt
far eptir eðr stryk. þannig halda menn áfram, þar til erindið er