Skírnir - 01.01.1859, Blaðsíða 111
Tyrkland.
FEÉTTIR.
113
Frá
Tyrkjum.
J>a<b er sögn sumra manna, ab þá kenni menn fyrst meina
sinna, er læknirinn er viÖ höndina; sögn þessi er allsennileg, en
hvort hún er nú óbrigöul eÖr eigi, þá ætlar hún samt ab rætast á
Tyrkjum, því aldrei hefir kennt þar í landi jafnmikilla meina sem
nú, sí&an bandamenn Tyrkja tóku ab leggja þeim læknisráb sin, því
nú sækir Tyrkjaveldi alls háttar fár og ógæfa. llíkib er í hinni
mestu penínga þröng, og uppreistir spretta upp sem illgresi hér og
hvar í ríkinu. Tyrkjum hefir nú alla stund verib brugbib um óhóf
og sundrgerí), sem öbrum austrænum þjóÖum, og því var þaö eigi
tiltökumál, þótt þeir vildi fremr en áör gæÖa sér eptir allar sigr-
vinníngar sínar á Bússum, enda mundi læknir þeirra eigi hafa til
þess tekið, ef annað efni hef Öi eigi í veriö. Aör en styrjöldin
hófst viö Rússa voru Tyrkir í 90 míljóna dala skuld, 1854 léðu
bandamenn þeim 45 miljónir dala, og fengu veö í eptirgjaldinu af
Egiptalandi; en þaö var eins og fé þessu heföi verið kastaö í botn-
lausa hít, því tveirn árum siöar fengu þeir léðar 108 miljónir dala
hjá enskum peníngamönnum. Tyrkja stjórn hélt fram uppteknum
hætti um óhóf sitt; hún fjölgaöi óöum skrifstofum í Miklagarði,
setti ný stjórnarráð og stjórnarnefndir eptir frakkneskum hætti, en
hélt þó öllum hinum eldri embættum aö kalla mátti, svo aö nú
varö hiö mesta embættismannastóð í Miklagarði. Soldán þurfti og
að hugsa til kvenna sinna, því hart var ef þær skyldi sitja á hakan-
um; tók hann nú aö láta smíöa þeim nýjar ballir og skemmur úr
kostulegum marmara, og lét tjalda þær innan pelli og purpura,
húsbúnaðr allr var logagylltr, ársalirnir gullroönir og rekkjuskrúö
allt gullsaumað, en vinkonur soldáns báru skósíðar guðvefjarskikkjur
og þar yfir fim álna langar silkislæöur, er ofnar voru í París.
Nú leizt Englum eigi á blikuna, og þótti þeim skuldastaðr sinn
óvíss verða, ef þessu færi fram. Erindreki Engla í Miklagarði gekk
svo hart aö Tyrkja soldáni og stjórn hans, aö hann breytti til a
einni svipstundu, vísaði mörgum mönnum úr embættum, dró af
launum þeirra og lagði á þá tekjuskatt, 10 af hdr.; hann bannaði
nú strengilega margt óhóf, en sjálfr lét hann hætta skemmusmíðun-
8