Skírnir - 01.01.1866, Side 20
20
FRJETTIR.
EngUnd.
en hitt, a8 herskútur voru settar til afc njósna um öll gufu-
skip og önnur för, er lögSu út frá írskum höfnum, einkanlega
í>au er vestur hjeldu. Ýmsar fregnir hafa borizt af Stefáni
síSan, sumar hafa sagt hann í Parisarborg, aSrar á Sviss-
landi og enn aðrar a8 bann væri kominn til Bandarikjanna. Allt
fyrir í»aS hafa Englendingar leitaÖ hans án afláts áírlandi, og þaS
er sumra hyggja a<5 hann berist þar enn fyrir. Eptir jpetta var
fariS aS höndla fleiri af Feníum og mikiS liS sent til landsins.
Sum hjeröS, einkum í suSurhluta landsins (Dýflinnarskíri, Kork.
arhjeraS), voru sett í hervörzlu, en herskip látin liggja fyrir höfn'
um og umhverfis strendurnar, einkanlega til aÖ hafa gát á flutningum
til landsins frá Vesturálfu. Kú (í febrúar) er nálega alit landiS
í herfjötrum og4 aS því sagt er, öll varShöld full af bandingjum,
en á þinginu i Lundúnaborg hefir stjórninni veriS veitt leyfi til
aS heija úr gildi lögin um mannhelgi (Habeas-Corpus-\ögm) um
tima á írlandi. Smáróstur hafa aS eins gerzt til þessa, er HSiS
heíir gjört atfarir til manna og sett j>á í dýflissur. VopnabirgSir
hafa fundizt bjer og hvar og öll þau merki á, aS menn sáu a?>
fær sendingar höfíu komiS frá Bandaríkjunum. Á Jví hafa ensk
blö8 haft orS, a8 Feníar hafi láti8 sem minnst uppskátt vi8 saka-
prófin, og er oss fátt kunnugt um þa8 er uppgötvazt hefir. Blö8in
segja þa8 ráS þeirra, a8 gera írland a8 j)jó8stjórnarríki og taka
af Englendingum allar fasteignir og skipta þeim upp milli innborinna
manna. þau segja og, a8 fáir málsmetandi menn sinni Feníum
e8a sje vi8 samsæri þeirra ri8nir, en kaþólskir klerkar sje þvi
mótfallnir me8 öllu, cinkum vegna þess, a8 til þjóSríkis sje stofna8.
A8rar sögur (í blö8um þjóSverja) segja, a8 öll alþý8a manna á
Irlandi sje nú jafnsnúin til haturs og heiptar vi8 Englendinga, og
þettá hafi fariS i vöxt jöfnu hófi vi8 þa8, a8 þeir fóru a8 her8a
hertökin á fólkinu. Vjer ætlum þetta sannara, því eigi fyrir
löngu var fundur haldinn af „þjó8arfjelaginu“ (sjá neSanmálsgrein
bls. 17) 1 Dýflinni, og var hægt a8 sjá, a8 kva8ir þeirra fjelagsmanna
fara sízt fjarri því er Feníar vilja fram hafa, og a8 þeir eigi sí8ur
treysta fulltingi Bandaríkjanna. þar var ásamt fleirum „öldurma8ur“
borgarinnar og þingfulltrúi, Dillon a8 nafni; hann sag8i me8al