Skírnir - 01.01.1872, Blaðsíða 20
20
INNGANGUK.
síSar lauk fundinum cptir ýms almenn ályktar-uppkvæði, t. d. um
enda alls konungsvalds, um samlag þjóðanna gegn „Bismörkum og
Bónapörtum“, og meB mótmælum gegn sameiningu áElsas og Loth-
ringen viS þýzkaland.
Vjer höfum nú í þvi, sem að framan er skrifaS, vilja8 leiSa
mönnum fyrir sjónir, hvernig allt ásigkomulagiS í vorri álfu er
tortryggilegra, en viS mætti búast á öSrum eins mennta- og fram-
faratímum og vorir tímar eru kallaíúr. A einn bóginn sjáum
vjer næstura öll ríki hennar ráÖa svo högum og háttum, sem
byggjust liau viS nýrri styrjöld, þar sem drottnunargirni, þjó5-
metnaSur og þjóShatur kemur þjóSunum í andvigi; og á hinn —
mikinn þorra alþýSunnar, þá er kalla sig vanhaldna aÖ rjettindum,
kúgaSa í margar aldir, kveSja rjettarbóta og hagsbóta um leiÖ og
þeir hóta aö sækja mál sitt mcÖ oíheldi þeim stjettum á hendur,
er betur þykja staddar að kostum og kjörum , já, aÖ kollvarpa
allri hinni gömlu skipun þegnlegs fjelags. En beggja vegna sjáum
vjer þá helzt fyrir til leiðsagnar, er tala með yfirdrepskap um
rjettlæti, mannúö og mannrjettindi, en bregða jafnan skjótast á
þær leiðir, er í gagnstæða átt liggja. J>að er eptirtekta vert, aö
Mazzini — sá er manna mest hefir vasazt í byltingarráöum,
göfgaö lýð og lýðrjettindi — liefir mælt þau, oss liggur við að
segja örvæntingarorð um vora öld, að fólkið þarfnaðist nýrra
trúarhragða. „Bragð er að þá barnið finnur“ segjum vjer um lík
tilfelli. En þessu er ekki svo varið. Trúarbrögð Krists eru og
verða mannkyninu einhlít tií farsældar, og í þeim eru öll þau
frumlög gefin, er maðurinn þarf að hlýða — en, það sem á
vantar er hitt: að læra að hlýða þessu lögmáli, hætta að rang-
færa það og blanda því saman við hjátrú og hindurvitni.
í Skirni 1870 (inng. blss. 14—17) er getið um fund forn-
menjafræðinga, er haldinn var í Kaupmannahöfn. Hinn næsti var
haldinn í fyrra sumar i Bologna á Italíu, og komu þangað frá
öðrura löndum flestir þeir, er fyrr höfðu fundizt, en Ítalía er
landa auðugast í vorri álfu af hinum elztu og merkilegustu forn-
senda til útlaga sína, einkum þá, er stjórnendurnir (t. d. Napóleon
þriilj lbö2) liafa gert seka.