Skírnir - 01.01.1872, Blaðsíða 81
SPÁNN.
81
— einkum biskuparnir — drógu sig heldur í blje á sumum stö?-
um, er konungi var fagnaS, og sama var sagt um suma eöalmenn
af æSstu stigum. í mánaSarlok kom konungur aptur heim til
Madridar, en þar biSu hans alvarlegri efni. þegar þingiS tók
aptur til starfa, skyldi nýr forseti kosinn í neSri deildinni í staS
Olozaga, er var orðinn erindreki Spánar í París. Stjórnin vildi
hafa þann kosinn, er Rivero heitir (af lýSvinaflokki), en hjer
sætti Sagasta færi til hefnda og hlaut fleiri atkvæði. Nú skilu&u
ráBherrarnir af sjer völdum, og fjekk konungur þann mann til aS
skipa nýtt ráSaneyti, er Malcampo heitir (einn af aSmírálum
Spáuverja). Hann er, sem Sagasta, af enum varkárnari í flokki
„prógressista11. þetta ráSaneyti hafSi vart setiS við stjórn mán-
aSar tíma, áSur þaB kenndi ofureflis á þinginu afZorilla og þeim
öSrum, er honum fylgdu. Konungur ljet þaS eigi fara strax frá,
en kaus heldur frest á þingstörfunum.1 I desember fóru fram
kvað aldri drekka áfenga drykki. Hann fer snemma á fætur, les þá
llcst blöðin og tekur siðan til starfa, Sökum þessarar hdfsemi og reglu-
semi verður honum mikið afgangs af laununum til liknar og góðgjörða
við þurfandi.
') jjað merkilegasta, er framfór á þinginu þenna tíma voru umræðurnar
um «alþjóðafjelagið». Stjórnin har upp nýmæli, er óhelga fjelagið á
Spáni, forboða fundi þeirra manna og önnur samtök. Castelar hjelt
þá eina af snilldar ræðum sínum og mælti á móti þessum forboðslög-
um. Hann sagðist að vísu eigi gcta þýðzt álit eða kenningar fjelags-
ins, en kvað frelsinu mundi nær gengið í fleiru, ef fundafrelsíð — eða
í stuttu máli persónulegt frelsi—• yrði takmarkað svo, sem nú hlyti að
verða. Hann talaði og um ýms þau atriði, er menn legðu fjelaginu til
lýta. Um sameign manna vitnaði hann til upprunalíma kristninnar og
til orða ýmsra kirkjufeðra. Erfðarrjettindin væru takmörkuð með ýmsu
móti í ýmsum Iöndum (t. d. á Englandi), og alls eigi með þau farið,
sem náttúrurjettindi, Hvað föðurlandsafneitunina snerti, þá yrðu menn
þó að virða svo, að enginn maður væri eptir eðli sinu til eins lands
borinn og því við það felldur. En þar sem menn tækju svo hart á
fjelaginu sökum kcnninga þess um hjúskap, þá mættu menn eigi gleyma,
hversu misjöfn helgi hans væri eptir ýmsra landa lögum, og sjerí—
lagi mættu flest riki fara hjer í sjálfs sins barm og íhuga, hvað þau
gera, er þau lögleyfa pútnahald og gera skjækjulif að einum hlekknum í
í borgaralegri reglu. — þirátt fyrir þessi mótmæli og fleiri úr þjóð-
valdsflokkinum gengu nýmælin fram með miklum fjölda atkvæða.
Skírnir 1872. 6