Skírnir - 01.01.1872, Side 150
150
JJA.NMpHK.
aS hjer mundu koma saman 50,000 verkmanna, og er auSvitað,
aS þetta átti að gera „stórborgarana" skelkaða. J>eir skyldu
eigi heldur meS blíðu kvaddir, því til þeiria skyldi mælt: „Yður,
dýrkendur gullsins, blóðsugur hinna voluSu! segjum vjer það
einu sinni enn, þjer bafið, svo þúsundum ára skiptir, byrlað oss
beiskan drykk; varið yður nú! mælirinn er fullur — bætiS
þjer einum dropa á, þá flýtur út af!“. Löggæzlustjórinn
bannaði fundinn, en „stórmeistai'inn" sagði, aS því forboði þyrfti
ekki að hlýða, er um það var ræðt í fundasal fjelagsins, og
eggjaði menn til mótsins. ViS þetta var tekið svo fram í af
hálfu löggæzlustjórnarinnar, sem fyrr er á vikið. Allt fyrir þetta
var viS húizt, að fólk mundi streyma út á flótinn, og fundarhalds
mundi freistað, þó fyrirliSarnir helztu væru heptir, og öllum
boðinn varnaSur á að fara þangað í óþarfaerindi. BæSi löggæzlu-
menn og vopnað liS var fyrir á fletinum á sunnudaginn, cn, sem
vita mátti, þá örfaði þetta forvitni skrílsins og ærslalöngun
„götustrákanna“. þegar á leið daginn, sóttu miklir riðlar út úr
bo.ginni og er liðið vildi varna þeim aS ganga út á völlinn, sló
í hark og barningar, og grjótkast á sumum stöðum. LýSurinn
dróst nú inn aptur í borgina, en bjer var hávaðasamt fram eptir
kveldinu á þeim strætum, þar sem fólkið streymdi inn aS aptur.
Sagt er, aS eigi svo fáir hafi fengiS ákomur í því harðhnjaski
er varS, en 19 voru færðir í varShald, þó helmingurinn yrSi
laus aptur daginn á eptir. Formenn fjelagsins sitja enn fastir
og bíða dóms á sökum sínum, en aS því mun helzt taliS, aS
þeir hvöttu til óhlýðni og mótþróa viS boB löggæzlustjórnarinnai-.
Hirzlur þeirra hafa og veriS kannaðar og skjöl öll tekin, og er
hætt viS, aS meiri hömlur verði hafðar á fjelaginu eptirleiðis, ef
af þeim verBur eitthvað uppgötvað, sem misferlum þykir sæta eða
benda á ískyggileg ráðabrot.
þessum umleitingum er þaS mjög samfara í öðrum löndum
(sem getiS var um í innganginum), aS gera huga manna og björtu
sem óháðust kirkjulegri trú og kenningum. ViS þaB hefir og
veriS koraiB á fundum danskra „sósíalista“. En þeir menn bafa
nú dregizt sjer í fjelag, sem halda frara því er þeir kalla