Skírnir - 01.01.1872, Blaðsíða 84
84
SPÁNN.
£eir hring um varShald hinna ungu manna og ljetu hafa gœzlu á
borgarstjdranum , sem hafði viijaS tala máli t>eirra. Stúdentarnir
reyndu aS koma vörnum fyrir sig og sögSust vera fullhollir
spænskir þegnar, en eiga marga ættingja og vandamenn í her
Spánar eSa annari þjónustu ríkisins. Einn þeirra vildi frændi
hans leysa út meS einni milljón dollara, en blóSvargarnir vildu
engum sanni taka, og eptir fáar stundir var svo látandi dómur
upp sagSur, aS 8 skyldi skjóta af hinum ungu mönnum , en 20
skyldu vinna þrælavinnu í 10 ár, og 11 í 5 ár. Tveir aS eins
voru dæmdir sýknir saka. Fæstir af stúdentunum voru af tvítugs
aldri, og eiun jpeirra, er dauSadóminn hlutu, var eigi meir en 15
ára. þegar liann var fram leiddur til aftöku, tók hann aS gráta
og kalla á móSur sína; en einn af hinum kallaSi þá til hans og
sagSi: „látum heldur sjá, bróSir, aS viS deyjurn meS karlmanns-
hug!“ í því bili hljóp fram einn svertingi, er var þjónn foreldra
sveinsins, tók hann í faSm sjer og sagSi: „hjer skulu viS, unginn
minn, fylgjast aS og deyja saman!“ Einn af foringjum böSlanna
hljóp aS þeim og vildi slíta drenginn af honum, en biökku-
maSurinn lagSi hann í gegn þegar meS sveSju, er hann bar á sjer.
Eptir þaS fóru þeir 'og sömu leiSina báSir, hann og sveinninn, og
urSu vel viS dauSa sínuin. — Nærri mú geta, aS eyjarbúum yrSi
eigi betra í skapi viS þessi tíSindi, enda magnaSist uppreisnin
svo, aS stjórnin varS aS auka HSsendingarnar frá Spáni. Henni
þótti Crespo hafa orSiS illa viS og sýnt lítinn kjark, og kvaS hann
vera heim kvaddur. HvaS hún hefir ráSstafaS um sjálfboSaliSiS
og þess tiltektir, eSa um dómana, vitum vjer ekki, en þaS raun
þó standa fyrir heimkvaSningu þess liSs, aS lienni mun eigi þykja
batna ástandiS á Spáni viS heímkomu þess. þaS hefir borizt, aS
helztu fyriliSar uppreisnarflokkanna væru felldir eSa handteknir, og
allt komiS í íriSarhorf á Cuba, en slíkt hefir opt heyrzt áSur, og
því eru menn heldur tregir aS trúa þeim sögum. Hitt þykir öll-
um líkast, aS hjer muni vart um heilt gróa, og endirinn verSi
sá, aS Bandaríkjunum gefist tilefni til aS skakka leikinn á eyj-
unni, en bæSi á Cuba og fleirum Vestureyja eru flestir á því, aS
þær eigi og hljóti aS losna úr tengslum viS Evrópu, og komast
í hiS mikla ríkjasamband á því meginlandi, er nær þeim liggur.