Skírnir - 01.01.1872, Blaðsíða 67
KRAKKLAND.
67
1846 og var meS honum síSar í slysförinni til Boulogne 1840.
þá var hann dæmdur til varShalds í 20 ár. Ilann studdi mjög
aS forsetakosningu prinsins og gekk rösklega fram 2. des. 1852.
Hann var fyrir því liSi, er þá brauzt inn i þinghöllina. Keis-
arinn launaSi honum vel trúnaS sinn, bæSi meS metorSum og
stórmiklu fje; en Persigny var æriS eySulusamur, sem fleiri af
gæSingum keisarans, og varS optar en einu sinni aS leita hans
í skuldaklipum. þegar hann giptist („prinsessunni af Moskwa“
— sonardóttur Neys marskálks) 1852, gaf keisarinn honum
500,000 franka. Eptir 1863 og til loka keisaradæmisins var
Persigny meSal „öldunga‘% en hafSi ýmist áSur veriS í ráSaneyti
keisarans eSa rekiS erindi Frakklands erlendis (tvisvar i Lundún-
um). Annars manns má og geta, er dó fyrra sumar; þaS er
Paul ue Kock (f. 1796), er hefir ritaS margar skáldsögur (auk
fl.), flestar mjög kýmilegar, en sumar hálfseyrnar.
Ita11a.
Efniságrip. Inngangsorb. Konnngur og stjórn hans fer til ahseturs í
Rómaborg. Pingsetning. Af frainförum og framkvælbum, auk
fl. Af pafa. Júbílhátffeir. Kaþólskir klerkar og Valdensar
þreyta rök mec sjer um biskupsdóm Pjetms postula á Rómi.
Mannslát.
Per varios casus, per tot discrimina rerum
tendimus in Latium
(þ. e. ýms eru tilfellin og svo margar eru mannraunirn-
ar orSnar á leiS vorri til Latium) lætur Virgilius Æneas mæla
viS Dídó drottningu i Kartagó. Svo hefir og Viktor Emanúel og
þjóS hans lengi mátt aS orSi kveSa. En um hann má segja, aS
hjer stóS öruggur og einbeittur maSur i lypting, honum viS liönd
vitrir menn og dyggir og einhuga þjóS í öllum rúmurn — og
fyrir þetta allt hafa ítalir náS aptur landi á þeim fornstöSvum
feSra sinna, sem nú voru nefndar, og þaS fley slegiS þar land-
festum, er enn bar „giptu Sesars“, bar heill og óskir þjóSarinn-
ar gegnum stormana, og alla þá boSa og rastir, er urSn á leiB-