Skírnir - 01.01.1872, Page 178
þvi þú varst aldrei einn í hópi þeira,
sem köldum vilja kvalablæ
kæfa hinn helga loga, er æ
brennr því skær sem byrgðr er hanu meira.
En alla stundu eiun með hinum fáu,
sem ei þola heimsku hlekk,
í hag því sjaldan veröld gekk —
eins og fálki frjáls í iopti bláu.
Og því þér unni aldrei miðlungskynið:
feigðar það að fúlum sið
fella vildi hinn göfga við,
sem það aldrei gat í skugga skinið.
En hvað örn, sem ofar skýjum flýgr,
varðar fugla f)öd þó smá
fjaðrir sterkar setist á?
vængi hann skekr, vesöl skepna hnígr.
Og að liðnu alda síðan mengi,
enginn man hinn arma her,
en með himinskautum fer
arnar hróðr enn hjá þjóðum lengi.
Svo varst, Bjarni, burt frá aumu smáu,
þinn er hugr heims um baug
hátt á arnarvængjum flaug,
öllu jarðar ofar striti lágu.
þinn var andi arnar súgi bornum
aukinn móði æðra ranns,
eldaglóðin haukalands,
jarnkasteinn úr jötunbjörgum fornum.
Ungr víkings víst þú skildir andan,
þegar heyrðir óðs í óð
„Áslaugar hin svásu hljóð,
Raguar anda enn á vori handan“.