Skírnir - 01.01.1872, Blaðsíða 115
AUSTUBKÍKI.
115
ekkert lengur á milli. Svo var allt álitlegt og blessaS, þegar aug-
unum var rennt át fyrir endimerki keisaradæmisins — en innan
þeirra, eður í vesturdeildinni, stóS í sama stappinu sem fyr, og
bjer dró því meir í sundur me8 hvorumtveggju, þjóSverjum og
hinum slafnesku þjóSflokkum, sem stjórnin þreytti lengur þaS rá8
er hún hafði upp tekiS — eSur þaS, aS slaka til viS Czecha (Sjeka)
og aSra slafneska þjóSflokka, sem getiS er um í fyrra í fiti voru.
þeir hafa viljaS róa Austurríki til lægis; og Hohenwart (stjórnar-
forsetinn í vesturdeildinni) þreytti barninginn allt sumariS og
fram undir veturnætur — en hlaut þá aS leggja upp árarnar, er
menn ætluSu aS eins fáein árartog — eSa herzlumuninn einn eptir.
Lesendum vorum mun kunnugt af enum fyrri árgöngum Skírnis,
hvernig hjer horfir málum, og hvers í hefir veriS leitaS, síSan tví-
deildin komst á, aS koma löndunum í vesturdeildinni í löglegt og
samþykkislegt samneyti. Stjórnarskráin frá 1867 er kölluS hiS
löglega innsigli einingarinnar fyrir vestan Leitha — en hjer er sá
hængur á , aS Böhmen og Galizía áttu engan þátt í setningu al-
ríkislaganna — eSur í sáttmálanum og samkomulaginu meS Ung-
verjum og Beust', og aS Czechar hafa ávallt kallaS alríkiskrána
ólögmæta og „ríkisráSiS“ í Vínarborg ólagaþing, og þverast því
viS til þessa, aS senda þangaS fulltrúa sína. I annan staS hefir
Galizía (annaS mesta konungsríkiS eSa „krúnulandiS") krafizt
rjettar síns og forræSis; hefir aS vísu sent fulltrúa sína til Vínar-
horgar, en stundum hafa þeir gengiS af þingi, þegar máli þeirra
var þvert tekiS. Póllendingar í Galiziu og Czechar í Böhmen
(og Máhren) segjast eigi vilja láta gera lönd sín — borin til þess
rjettar og forræSis, sem lög og saga helgi — aS hjeröSum Aust-
urríkis. En sá er aukahængurinu, aS í Böhmen og Máhren eru
þjóSverjar til móts aS meir en þriSja parti. þeir vilja því heldur
vera hjer öndvegishöldar, sem þeir kalla, aS keisaradæmiS standi
á þýzkum merg frá öndverSu, bæSi aS menntan og öllum þrifn-
aSi, og aS bæSi Czechar og aSrir þjóSflokkar þess eigi þjó&verjum
*) Belcredi, er stýrðí í Sömu stefnu og Hohenwart, stóh í gegn tvídeild-
inni og gaf upp stjórnina, er Ungverjar höfðu mál sitt fram (sbr. Skírni
1867;.
8*