Skírnir - 01.01.1872, Blaðsíða 153
DANMÖHK.
153
lopt upp. 29 manns mistu lífiS, en 60 eSa fleiri meiddust meS
ýmsu móti. SkaSana og nauSina, er af þessu risu, leituðust menn
við aS bæta eptir megni, bæSi í Danmörk og öSrum löudum, en
400 húsa höfSu hruniS niSur, allur húsbúnaSur brotnaS, og meir
en 2000 manna orSiS án húsaskjóls.
Af þeim er látizt hafa síSan 1 fyrra, skal nefna: Peder
Hjort, prófessor. Hann var lengi kennari í þýzku viS Sóreyjar-
skóla; fjölfróSur maSur, ritsnillingur, stundaSi mjög heimspeki á
yngri árum og skáldskaparfræSi, en kynnstist mörgum höfuSskör-
ungum vorrar aldar á ferSum sínum um {>ýzkaland og víSar.
Af ritum hans munu menn þekkja sjerílagi á Islandi lestrarbók-
ina þýzku, og Dansk Börneven. Hann hafSi átta um sjötugt,
er hann andaSist (11. nóv.). — Carl Ferdinand Allen, próf. í
söguvísindum viS háskólann. Hann er talinn meS ágætustu fræSi-
mönnum Dana, og hefir variS miklum hluta aldurs síns til aS
safna til og semja „sögu NorSurlanda á tímabilinu 1487—1536.“
Af henni eru fjögur hindi prentuS, en hann kvaS eigi hafa veriS
húinn meS seinasta hlutann, er hann kvaddist hurt. „Danmerkur
saga“ hans er mörgum kunnug á Islandi; og enn má nefna eptir
hann „Sögu dönskunnar 1 Sljesvík“. Hann dó 27. des. (fæddur
1811). — Johannes Carsten Hauch, próf. í skáldskaparfræSi viS
háskólann, og eitt hiS hezta skáld á NorSurlöndum. Eptir hann
liggja mörg skáldrit og skáldsögur, og lýsir allt miklu ímyndunar-
afli, hreinum og eldheitum anda. Hann lagSi mikla stund á aS
kynna sjer fornsögur vorar, og hjelt einusinni fyrirlestra um Njálu.
Hann kvaS þá sögu komast fyllilega til jafns viS þaS bezta, sem
fyndist í bókmenntum annara landa. Hauch dó í vetur i Róma-
horg 4. marz (fæddur 12. maí 1791), og hvílir þar, sem fleiri
ágætismenn NorSurlanda, á kirkjugarSi prótestanta (viS „stöpul
Sestíusar“). „Eg mundi hafa kosiS heldur beykiskóginn (í Dan-
mörk)“ sagSi hann viS kunningja sinn fáin dögum áSur, „en þaS
sætir engu, hvar likamanum er varpaS ni8ur“. Hann kvaS líkamann
orSinn sjer aS eins til þunga, en sjer hefSi ávallt staSiS stuggur af
„aS lifa sjálfan sig“. ViS sama mann sagSi hann þá og: „jeg veit,
aS eg hefi ódauSleikann í mjer, og aS jeg á ganga inn til annars lífs.