Skírnir - 01.01.1872, Blaðsíða 163
NOKEGTJK.
163
fyrri tíma er vart annað eptir frá t>eim öldum en kórinn, og
skal nú þar — eíia í „hákórnum" til tekiS a5 fága og endurbæta.
Til þessar viðgerSar veitti þingiB 7000 spesía.
I fyrra sumar hjeldu Túnsbergingar 1000 ára minning bæjar-
ins (23. júní). Allur bæjarlýBurinn tók þátt í þessum fögnuSi,
og fór í prósessíu út fyrir bæinn, út á þann staS, er Stensarmen
heitir. Hjer stóS aSalhátíSin, og hjelt Björnstjerne Björnsson há-
tíSarræSuna. Fyrir miSdegiS hafSi veriS roessuhald í kirkjunni,
og hafBi presturinn þann texta, sem vel átti viS: „fyrir þjer,
drottinn, eru þúsund ár sem einn dagur!“ — Túnsberg er elztur
bær allra þeirra, sem nú eru í Noregi.
AMERÍKA.
Bandaríkin (norður).
Efniságrip: Alabamamalib. Af misferlum. Eldsvobar. Skipskabar. Af
Mormónum. Vibureign vib Koreabúa. Búizt vib forsetakosn-
ing. Ný járnbraut. Mannslát.
SíSan vjer lukum Englandsþætti, hefir rei8t nokkuS fram og
aptur í Alabamamálinu. Englendingar hafa ekki viljað taka í
mál a8 bæta fyrir þann ska8a, sem hinir segja, að óbeinlínis hafi
risi8 af vangæzlu Englands, e8a ganga til ger8ardómsins fyrr en
kröfurnar fyrir þenna ska8a væru aptur teknar. þeir segja líka,
sem satt er, a8 þenna skaSa geti vart neinn meti8 svo, a8 hjer
ver8i rjett hóf rata8. Ameríkumenn hafa, sem vita mátti, veriS
tregir a8 sleppa því taki, sem þeir höf8u — e8a a8 minnsta
kosti þóttust hafa — ná8 vi8 samninginn í Washington (sbr.
Englandsþátt), en þó eru nú taldar allar líkur til, a8 saman muni
ganga, og a8 þeir slái undan. Eptir langt þref — sem margar
missagnir hafa fariS af — ger8u Englendingar uppástungu —
(sumir segja hana fyrst komna frá Washington) um aukagrein vi8
Washington sáttmálann, þar sem hvorutveggju skyldu skuldbinda
sig til, a8 telja eigi eptirleiSis til bóta fyrir annan ska8a en
þann, sem beinlínis ver8ur af líkri ávirSingu, og nú bar til.
11*