Skírnir - 01.01.1872, Blaðsíða 36
36
ENGLAND.
upp á8ur prinsarnir fóru á burt; en ávallt kom þar í ljós sárasta
gremja lýbsins viS Englendinga og stjórn þeirra í landinu. Einn af
embættismönnum löggæzlustjórnarinnar hafSi hlotiS bana í þessum
ófriSi, og var sá maSur lögsóttur, er á honum hafSi unniS. YerkiS
var eigi af honum boriS, en þó lýsti kviSurinn (,jury“) hann
sýknan saka. þetta var misjafnt virt í blöSum á Englandi.1
Sá málaflutningsmaSur hafSi tekizt vörnina á hendur, er Isaac
Butt heitir, mesti mólsnilldarmaSur og einn af helztu þingmönnum
Ira. Fulltrúar Ira halda sjer vel saman bæSi á þingi og utan-
þings, og er Butt hjer fremstur í flokki. þeir hafa á seinni
árum komiS fjelagi saman, er heitir „heimastjórnarfjelag" (home-
rule-association), og heldur þaS síSan fundi um allt laud. Fje-
lagiS vill, aS írland fái þing fyrir sig (í Dýflinni) og ráBherra
fyrir landsmál sín, hafi aS eins konung Englands yfir sjer, en sje
því óháS aS öSru leyti. Hjer er þá fariS fram á sama samband,
sem nú er komiS á milli Englands og Kanada, — aS minnsta
kosti fyrst um sinn. Af ræSu Butts, er hann bjelt á fundi í vetur
í Limerich (kjördæmi sínu), má ráSa, aS hann fer nokkuS framar,
eSa gerir ráS fyrir fullum skilnaSi, er stundir líSa. Hann sagSist
vera kominn í fulltrúatölu Irlands, eigi til þess aS mótmæla ráSa-
neyti drottningarinnar, af hvaSa flokki sera þaS væri fengiS,
heldur til hins, aS vinna aptur undan Englendingum þjóSrjettindi
landsins. þaS væri írum á sjálfsvaldi aS sýna öllum heimi, hversu
') Skömmu síðar komu aðrir gestir til írlands, er áttu öðrum viðtökum
að fagna. J>að var nefnd manna frá Frakklandi, er átti að flytja Irum
þakkarávarp fyrir framlag þeirra og tilkoslnað í stríðinu, sjerilagi til
þeirra, er sárir urðu og örkumlaðir. I öllum borgum, er nefndin fór
um, var mikið um hátíðarhöld, veizlur og vináttuávörp. Mest kvað þó
að í höfuðborginni. I aðalveizlunni, er þar var haldin, er sagt, að
sumir hafl æpt í mót og gert óhljóð, er drekka skyldi minni drottning-
arinnar. Fögnuðurinn af komu Frakka varð svo með ýmsu móti til
þess að glæða hatur Ira og óbeit á Englendingum. Formaður nefnd-
arinnar, Flavigny greifl, sagði í Kingstown (þar sem Frakkar komu á
land), að sjer fyndist, sem allt andaði sjer í mdti af frakknesku lífi
á strönd Irlands. Frakkar og Irar eru nokkuð skaplíkir, enda eru
báðar þjóðirnar af sama aðalkyni (hinu keltneska).