Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 2

Skírnir - 01.04.1912, Side 2
98 Skáldspekingurinn Jean-Marie Gruyau. Guyau (frb.: Gríjó) er fæddur suður á Frakklandi árið' 1854. Olst hann upp með stjúpföður sínum, er síðar varð, hinum merka franska heimspeking F o u i 11 é e (fbr.: Fúíi). í stað þess að kenna honum kverið eða ákveðin trúar- arbrögð, ól hann drenginn upp við heimspeki Platós og Kants. Síðan stundaði Guyau ýmsa gríska spekinga, svo sem Stóumenn og Epikúrea, og rakti 19 ára að aldri sögu heilla- og nytsemisstefnunnar í siðfræðinni frá Epíkúr og alla leið fram að Spencer. Var þetta verk svo frámunalega vel af hendi leyst, að vísindafélagið franska sæmdi hann verðlaunum fyrir, og jafnvel Spencer, sem þó hafði orðið fyrir ýmsum aðfinningum hjá honum, hlaut að lúka lofs- orði á. En Guyau hafði ofreynt sig á þessu, og tók upp' úr því sýki þá, er síðar dró hann til bana. Hann varð þá og þunglyndur mjög og tók að þjást af efagirni. Lýsir eitthvert fyrsta kvæðið í kvæðabók hans hugarástandi hans eins og það var um það skeið; en kvæðið er í óbundnu máli á þessa leið: Landaleitin. Þegar eg var barn, dreymdi mig um ferðir, um skín- andi ferðalögj til fjarlægustu hafa, og fram hjá dreym- andi augum mínum svifu fagrar strendur, sem eins og flutu á hafinu undir þokuslæðum. Fús hefði eg farið af stað, til þess að starfa, til þess að ausa lífi mínu á báðar hendur, til þess að líða og stríða, eyðandi óspart óþreyjufullri lifsorkunni, sem eg fann streyma með blóðinu að hjarta mér. Þá var það einhvern dag, að fyrir hugskotssjónum mér opnaðist sjóndeildarhringur, enn þá fegurri og fjar- lægari en þessar flýjandi strendur ókunnugra landa, þangað sem draumurinn stundum bar mig á flugi sínu. Eg þóttist sjá sannleikann blika i fjarska; hjarta mitt fyltist einhverri óumræðilegri von, og eg gleymdi allri mannlegri forsjálni til þess í myrkrunum að sækjast eftir hinum guðlega ljóma hans. Lengi gekk eg, og vonin eilífa brosti við mér eins

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.