Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 3

Skírnir - 01.04.1912, Page 3
Skáldspekrngurinn Jean-Marie Guyan. 99' og stjarna af heiðum himni; — eg gekk og gekk, en æsk- an fölnaði á enni mér og stundum hneig höfuð mitt brenn- andi i hendur mér. Með sársaukanum óx von mín, — »að þjást er að verðskulda«, hugði eg með sjálfum mér og óskelfdur kall- aði eg þjáninguna yfir hinn úttaugaða líkama minn. — Sannleikur, eg viidi verða þín maklegur! Ár eru liðin; eg er búinn að lifa draumum mínum, og dregið hefir fyrir sjónbauginn, er var svo broshýr i fyrstu; eg er ekki lengur upptendraður af trú þeirri og löngun, sem lyftir; eg er þreyttur, jafnvel vonin er kuln- uð í hjarta mér. Hvað hef eg svo upp úr þessu? Hef eg ef til vill haft heim með mér frá fjarlægum geimutn afhöggna grein, kvist eða blóm, er eg geti horft á og haft til minja um horfna daga? Nei, engin er sú vissa,1 er sál mín geti hvílst í; hinir miklu himnar hafa varðveitt hina helgu þögn sina, en úr dimmum ómælisgeimnum fann eg eitthvað smjúga inn í mig og særa hrifið hjarta mitt«. (Vers d’un philosophe, 3. útg., bls. 7). Huyau líkir sér nú við barrtró (sbr. kvæðið Le méléze), sem hefir það eðli, að það fellir allar nálar sínar í fyrstu frostum. En eins og tréð vex óskelft upp á við og teygir sig upp í himinblámann, þannig hefi eg, segir Guvau, haldið áfram að virða fyrir mér himininn, jafnvel eftir að eg hugði hann tóman. Ekkivildi hann heldurláta af efagirni sinni áður en hann fengi einhverja ráðningu á heimsgátunni. Það sést ljós- ast á því kvæði hans, sein hann nefnir »Skylduna til að efast«. Þar segir hann meðal annars: »Mér þykir vænna um efagirnina og angist hennar. Og mér nægir eitt einasta bænaróp, sem stigið hefir til himna og farist i þögn ómælisgeimsins, til þess að efinn búi jafnlengi í hinu gremju þrungna hjarta mínu eins og þjáningin helzt við hér neðra« (Vers bls. 63). Sakir vanheilsu sinnar varð Guyau að leita út til 7*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.