Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1912, Side 26

Skírnir - 01.04.1912, Side 26
122 Siðasti róðurinn. norðurfall hart á móti þungri haföldu og háum storm- sjóum. Feikilegt far var á loftinu. Skýin þustu fram óð- fluga, tættust sundur og hnöppuðust saman á víxl. öld- urnar urðu æ hærri og hærri, og sveif báturinn ýmist uppi á háum fjallstindi og sá þaðan niður í kolgrænan bylgjudalinn, eða þá að ekkert sást nema himiniun og hinar votu hlíðar brotsjóanna umhverfis.-------— »Við náum ekki lóðinni í þessu veðri, Bárður!* — segir Sveinn. »Það er voða-áhlaup, þetta!« kvað Árni. »Sérðu bólið, Sveinn ?« segir Bárður, og lítur um öxl sér. »Já, það er hérna rétt skamt frá okkur — á stjórn- borða við okkur«, segir Sveinn. »Jæja! látið þið þá slá að þvi, við skulum taka með- an tækt er«, segir Bárður, leggur inn árarnar snarlega mjög, og hleypur yfir árar þeirra Árna og Sveins og alla leið fram í barka. Láta þeir nú slá að bólinu, og nær Bárður þvi á þann hátt, að hann krækir í það með goggnum, sem hafður var til að ná inn fiski af lóðinni. Tekur nú Bárður að draga strenginn, og sá það á, að maðurinn var hraustmenni mesta — því að inn kom strengurinn nálega sem ekkert væri að veðri, enda reru þeir Sveinn og Árni áfram sem mest þeir máttu. En báturinn hjó ferlega og tók hvað eftir annað framanundir, svo að hann hálffyltist brátt af sjó. Varð Árni þá að leggja inn, til þess að ausa. Þyngdist þá drátt- urinn æðimikið fyrir Bárði. En þess meir hamaðist hann. Fiskur var talsverður á lóðinni og varp Bárður honum inn sem fis væri. Grekk svo um hríð, að Bárður dró lóðina af jötunmóði og báturinn saup altaf svo mikið á, að Árni mátti aldrei leggja niður trogið. Þá reis skyndilega upp brotsjór feiknamikill rétt

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.