Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 27

Skírnir - 01.04.1912, Page 27
Síðasti róðurÍDn. 123 við bátinn, heltiat inn í hann miðakipa og fylti hann upp undir þóftur. »Austu með skjólunni, Árni! Réttu mér hnífinn, Sveinn! og haltu bátnum í horfinu á meðan eg tréreisi og seglbý!«----------- Bárður gaf út skipanir þessar hratt og skörulega, og svo hátt, að heyrst mundi hafa langar leiðir, ef logn hefði verið. Þeir Árni og Sveinn hlýddu tafarlaust. Árni jós tveim höndum með skjólunni og bamaðist, enda grynti hann skjótt á austrinum. Sveinn kastaði hnífnum frammí til Bárðar, en hann skar þegar á lóðina og slepti því, sem eftir var af henni. Því næst kastaði hann allmörgum fiskum aftur í miðrúmið, og reisti síðan mastrið. »Það þarf víst ekki að sýna honum nema þríhyrnuna í dag!« segir Bárður, er hann hafði reist mastrið, hleypur því næst aftur í skut og lætur stýrið fyrir. Stóðst það á endum, að Árni hafði nálega þurausið bátinn, þegar Bárður var búinn að koma fyrir stýrinu. Settist hann á litla lausaþóftu, rétt fyrir framan stafnlokið, lét sveifina á stýrið og kallaði því næst hárri röddu: »Kastaðu nokkrum fiskum úr miðrúminu aftur fram í barka, Árni! og komdu svo með skautbandið og haltu því! En þú, Sveinn! verður að koma hingað og ausa!« Árni kastaði 20 fiskum fram í barka og fór því næst í sæti sitt í miðrúminu, dró skautbandið undir öftustu röng í austurrúmi og brá því um aftari tolla í miðrúminu. — Sveinn sló bátnum undan, henti inn árunum, skundaði aftur í og þreif skjóluna tveim höndum. Báturinn tók ferlega til skriðs. Froðubólstrarnir ultu hver um annan þveran undan bógum hans; keiparnir á hléborða hurfu í löðrinu og særokið dundi sem krapahríð úr öllum áttum. Sjóarnir voru ægilegir; virtust sumir þeirra hreykja sér jafnhátt masturstoppinum, lutu áfram og hrundu með fossandi nið. Stormurinn tætti froðuna úr öldutoppunnm og þyrlaði henni hátt i loft upp eins og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.