Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Síða 29

Skírnir - 01.04.1912, Síða 29
Siðasti róðurinn. 125 Bárður var horflnn, en Árni hékk einn á kjölnum. Lá hann með brjóstið á kjaldraginu og handleggina sinn hvoru megin kjalarins; annar fóturinn hékk máttlaus niður, en hinn var kreptur upp undir kjölinn. Enn lifði vonarneisti í brjósti Árna. Skeð gat, að einhver vélarbátur kæmi þessa leið —; skeð gat, að skip- verjar á. fiskiskútu eða botnvörpungi tækju eftir bátnum á hvolfi — — — einasta gæti hann haldið sér — gæti hann hangið á kjölnum —------------. Guði er enginn hlutur um megn, hann getur hjálpað, og — — — Þá reis upp þriðja aldan! Það lyftist upp bunguvaxið fell, alsett síkvikandi smáþúfum, bryddum fannhvítu froðukögri. Hærra og hærra lyftist fellið, þúfurnar hurfu og kögrin drógust saman í einn háan og breiðan fald. Fellið varð að himin- háum jökli. Hamarinn hækkaði æ meir og meir, dalur- inn lækkaði að sama skapi, og báturinn sogaðist inn í kolgrænan hellisskúta. —---------Þá kváðu við dunur og ægilegt fossaglam. Jökullinn »hljóp«! Hamarinn hrundi! ---------Alt hvarf! En holskeflan hélt sinnar leiðar, dreifði froðunni vítt umhverfis, jafnaði allar misfellur og gárur og skildi eftir blátæran lognblett, þar sem áður hafði verið hinn mikli sjór. Þar maraði báturinn og nú var hann mannlaus. En úti í yztu rönd lognblettsins kom upp hönd — hægri hönd á manni. Fingurnir spertust hver frá öðrum og kreptust því næst alt í einu allir i senn, eins og höndin hefði verið að reyna að grípa um eitthvað — — — en ekkert var framar til fyrir þá hönd; hún hvarf samstundis og hún kom upp, og sást aldrei framar. Nýjar bárur ultu fram um þennan sorgarstað, og alt jafnaðist. Hafið og stormurinn léku feiknleika sína, eins og ekkert hefði í skorist. En Furufjarðarröst sá ura útför mannanna.-----------
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.